Njóttu Góðgætis

Unaðslegir karamellubitar

Ég ELSKA að eiga eitthvað næringarríkt gotterí í frystinum til að gæða mér á með heitum drykk á köldum dögum. Þannig stundir næra sálina mína svo mikið og það er svo dásamlegt að virkilega njóta góðgætis sem maður bjó til sjálfur. Ennþá betra er að deila góðgætinu með þeim sem þú elskar! En allt svona góðgæti útbý ég sjálf því ég vil að það sé laust við unna sætu og sé laust við bæði glúten & mjólkurvörur. Einnig er það mjög mikilvægt fyrir mér að góðgætið innihaldi gæðahráefni og sé næringarríkt en umfram allt ruglað gott og girnilegt. En munurinn sem ég finn á svona góðgæti samanborið við það sem maður kaupir úti í búð er að ég er södde eftir eina sneið og þarf ekki meira, mér líður vel í líkamanum og það allra besta að ég upplifi ekki sterka löngun í meira.

Margir mikla það fyrir sér að gera sitt eigið góðgæti heima en það þarf nefnilega alls ekki að vera flókið né kostnaðarsamt ef þú pælir í því hvað ein svona uppskrift gefur þér margar sneiðar. Þetta góðgæti sem ég ætla að deila með þér núna prufaði ég að gera um daginn og það gjörsamlega sló í gegn hjá bæði fjölskyldu og vinum. Ég mæli með því að þú útbúir það sem allra fyrst svo þú getir virkilega upplifað hvernig það er að borða næringarríkt góðgæti og fundið hversu truflað gott það er!

Botn

  • 1 dl kasjúhnetur
  • 1 dl brasilíuhnetur
  • 1 dl kókosflögur
  • 2 dl döðlur
  • 1 msk kókosolía, látin bráðna fyrst
  • 1 msk möndlusmjör
  • Gróft salt
  1. Byrjaðu á því að setja kasjúhnetur og brasilíuhnetur inni í ofn á 150 °C á undir & yfir hita í svona 10-15 mínútur.
  2. Bættu kókosflögum við inni í ofn síðustu 5 mínúturnar.
  3. Skelltu svo öllum þurrefnum saman í matvinnsluvélina og bættu svo döðlunum, kókosolíunni, saltinu og möndlusmjörinu saman við.
  4. Þjappaðu botninum niður í form. Ég notaði hefðbundið brauðform og þrýsti bökunarpappír ofan í það áður en ég þrýsti botninum ofan í.
  5. Sléttu vel og þjappaðu botninum í formið með skeið.

Karamellulag

  1. Ef að kókos&möndlusmjörið er þykkt og erfitt meðhöndlunar þá mæli ég með að láta heitt vatn renna á krukkuna til að það bráðni aðeins.
  2. Taktu formið úr frystinum.
  3. Helltu kókos&möndlusmjörinu svo ofan á botninn, ca. 3/4 af krukkunni – skildu allavega eftir 1 msk fyrir súkkulaðilagið.
  4. Settu formið í frysti og taktu það út þegar að karamellulagið er harnað.

Súkkulaði

  • 1/2 dl kókosolía
  • 1/2 dl lífrænt kakó
  • 1/4 dl hlynsíróp
  • 1 msk kókos&möndlusmjör frá Rapunzel
  • 1/5 tsk vanilluduft frá Rapunzel
  • Smá gróft salt
  1. Byrjaðu á því að láta heitt vatn renna á kókosolíuna þannig að hún verði fljótandi.
  2. Hrærðu svo kakói saman við kókosolíuna og passaðu að kókosolían sé ekki of heit, helst við stofuhita.
  3. Hrærðu svo hlynsírópinu, kókos&möndlusmjörinu, vanilludufti og grófu salti saman við.
  4. Dreifðu súkkulaðinu yfir kökuna.
  5. Settu formið aftur í frystinn í svona 1 klst, þá ætti að vera í lagi að taka kökuna út, skera hana í sneiðar og geyma hana svo í fallegu loftþéttu gleríláti í frystinum.

Þessi færsla er gerð í samstarfi við @gerumdaginngirnilegan @innnesehf en ég notaði aðeins vörur frá Rapunzel í færsluna. Rapunzel vörumerkið er lífrænt, sturlað gott og gerir uppskriftargerðina margfalt skemmtilegri. Þú finnur vörurnar í Nettó, Fjarðarkaup, Heilsuhúsinu og eitthvað af þeim í Hagkaup.

Hér er svo stutt kennslumyndband þar sem þú sérð hvernig ég útbý bitana.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply