Njóttu Morgunsins

Chiagrauturinn minn þessa dagana

11. febrúar, 2015

Það er magnað hvað mig hlakkar alltaf til að fá mér chiagraut á hverjum degi og að ég sé ekki búin að fá nóg af honum. Það er sennilega vegna þess hversu vel mér líður eftir að hafa borðað hann. Maður verður svo þægilega saddur í maganum.
Það er líka svo hentugt að geta græjað grautinn um kvöldið og eina sem maður þarf að gera um morguninn er að skella því sem maður kýs út í hann. Það er misjafnt hvenær ég fæ mér grautinn yfir daginn, stundum á morgnanna og stundum um miðjan daginn. Fer allt eftir því hvað ég er að gera.

Ég viðurkenni það alveg að mér fannst chiagrautur ógeðslegur á sínum tíma, þá setti ég bara fræ í vatn og þetta var ekkert eins djúsí eins og þetta er í dag hjá mér. Það tekur tíma að venjast áferðinni, svo hafðu þolinmæðina að vopni.

Chia fræ eru ótrúlega holl og góð fyrir okkur og hefur aldeilis verið mikið chia-æði nú upp á síðkastið. Hér er önnur grein sem ég hef skrifað um kosti chia fræja.

Mjólkin

Þar sem ég er með mjólkuróþol geri ég mér mína eigin möndlumjólk og nota hana alltaf í chiagrautinn. Það er misjafnt eftir því hvaða mjólk þú notar hversu mikið maður þarf af henni á móti chia fræjunum og hversu fljót þau eru að drekka vökvan í sig. Ég held það fari eftir því hversu feit hún er. Allavega, ef þú notar aðra mjólk en ég geri þá myndi ég bara byrja á því að setja 150 ml af henni á móti tveimur matskeiðum af chia fræjum.

Chiagrautsgrunnur 

Svo set ég alltaf vanillu, kanill eða kakó til að bragðbæta því chiafræin eru alveg bragðlaus. Hugmyndir að bragðbætum í einn chiagraut. Það er gott að nota bara vanillu, kanil eða kakó eitt og sér en líka gaman að blanda því saman. Hér eru hugmyndir að blöndum:

  • 3/4 tsk kakó og 1/4 tsk möluð vanilla
  • 3/4 tsk kanill og 1/4 tsk möluð vanilla
  • 3/4 tsk möluð vanilla og 1/4 tsk kanill

Ég set oftast kanill og vanillu en það er gott að breyta út af vananum svo þetta sé ekki alltaf eins.

Aðferð:

  1. Skelltu annaðhvort möndlumjólkinni og chiafræjum í krukku ásamt þeim bragðbæti sem þú velur eins og t.d 3/4 tsk vanillu og 1/4 tsk kanill.
  2. Hrærðu reglulega í þessu næstu 5 mínúturnar. Ég geri þetta oft meðan ég er að græja eitthvað annað í eldhúsinu (elda/vaska upp) og hræri þá í þessu regulega á meðan.
  3. Settu lok á krukkuna og skelltu þessu í ísskápin og hafðu yfir nótt. Ef þú gleymdir að gera þetta kvöldið áður settu þá aðeins minni vökva en á að vera og þetta ætti að þykkna næstu 30-40 mínúturnar.

Það sem ég læt út í grautinn á morgnanna

Ég set oftast kókosflögur/ kókosmjöl, mórber, gojiber og frosin ber í grautinn minn. Settu það sem þér einfaldlega finnst best. Þú sérð fleiri hugmyndir hér og hér.

Karamellan 

Það er ótrúlega gott að láta karmelluna efst á chiagrautinn og setja svo frosin ber ofan á hana. Þá harðnar hún við frosnu berin og þetta verður einn stór klumpur sem maður brýtur niður og fær þá karmellu í hverjum bita. Svona kemur maður í veg fyrir að hún týnist bara í grautnum og maður finni ekkert fyrir henni.

  • 2 tsk möndlusmjör/hnetusmjör
  • 2 tsk fljótandi kókosolía
  • örlítil vanilla (má sleppa)
  • gróft salt

Þú getur auðveldlega hrært þessu saman í lítinn bolla um kvöldið og geymt við stofuhita. Þá áttu þetta tilbúið til að skella þessu út á um morguninn.

2015-02-10 14.33.34

Mmmm… Skál!

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply