Njóttu

Kostir Chia fræja

30. september, 2014

Chiafræ hafa verið vinsæl upp á síðkastið, það er nú oft þannig hjá okkur Íslendingum að það kemur stundum einhverskonar æði yfir almúgan. Hver man ekki eftir magnesíumæðinu þar sem að magnesíum hreinlega seldist upp á landinu? Núna hafa chiafræin mikið verið í dagsljósinu og eru margir búnir að bæta þessum stórkostlegu fræjum inn í matarræðið sitt. Sem er alls ekki furða því að þessi mögnuðu fræ bjóða upp á mikla valmöguleika í matargerð svo ég minnist nú ekki á mögnuðu kosti þeirra fyrir heilsu okkar. Sjálf nota ég þau mikið og fæ mér chiagraut ca 4-5 sinnum í viku ef ekki oftar, ég nota þau einnig í hafragrautinn, smoothieinn, eftirrétti, til að þykkja sósur og súpur.

Helstu kostir Chiafræja:

  • Notuð gegn sykursýki – Chia er rannsakað sem hugsanlegt náttúrulegt meðferðarúrræði við sykursýki-2 vegna getu þess til að hægja á meltingunni.
  • Trefjamikil – Í einungis 28 gr af chiafræjum eru 11 gr af trefjum – 1/3 af ráðlögðum dagskammti fyrir fullorðna manneskju. Trefjar eru mjög mikilvægir fyrir meltinguna, draga úr bólgumyndun, lækka kólesteról og koma hreyfingu á þarmana.
  • Pökkuð af Omega-3 – Tæplega 5 gr af omega-3 fitusýrum eru í 28 gr af chiafræjum. Þessi fita er mikilvæg fyrir heilan og hjartað okkar. Það eru 8x meira af Omega-3 í chiafræjum en í laxi. Omega-3 fitusýrurnar í chiafræjunum mynda bólgueyðandi efni í líkaamanum og eru því tilvalin fyrir  fólk með bólgusjúkdóma. Omega-3 lækkar einnig kólesterólið í líkamanum, næg inntaka omega-3 hjálpar fólki að minnka líkamsþyngd.
  • Andoxunarefni – Chiafræ eru rík af andoxunarefnum sem vernda líkamann gegn sindurefnum, öldrun og krabbameini. Andoxunarefnin eiga þátt í því hversu gott geymsluþol chiafræin hafa, en þau endast í næstum tvö ár án kælingar.
  • Steinefni- Tvær matskeiðar af chiafræjum innihalda 18% af ráðlögðum dagskammti kalsíums (5x meira af kalsíum en í mjólk), 35% RD fosfórs, 24% RD magnesíums og um 50% RD mangans. Þessi næringarefni hjálpa þér að koma í veg fyrir háþrýsting og viðhalda heilbrigðri þyngd.
  • Próteinrík – Í 100gr af chiafræjum eru 30 gr af próteini, það er meira en er að finna t.d. í kjúklingabringu.
  • Blóðsykurjafnandi – Sökum hás innihalds fitusýra, trefja og próteins.
  • Vertu södd/saddur fyrr – Tryptófan, amínósýra sem finnst í kalkúni, finnst einnig í chiafræjum. Meðan að tryptófan er ábyrgt fyrir sterkri tilhneigingu til að leggja sig eftir stóra máltíð, t.d. jólamatinn, hjálpar það okkur um leið að minnka matarlyst, koma reglu á svefn og er skapbætandi.
  • Glútenlaus – það eru margir með óþol fyrir glúteni eða kjósa að neyta þess ekki. Það er því algjör snilld að fræin innihaldi ekkert korn né glúten.
  • Auðmeltanleg – Ólíkt hörfræjum, sem eru einnig há í omega-3 fitusýrum, trefjum og steinefnum, þarf ekki að mala chiafræin til næringarupptöku.

Hér og hér eru mjög góðar greinar um kosti chia fræja fyrir áhugasama 😉
Heimildir; heilsuhusid.is, heilsubankinn.is, healthyeating.sfgate.com, huffingtonpost.ca

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply