Njóttu Millimála

Gómsætt millinasl

Þetta gómsæta millinasl er engu líkt og er fullkomið til að grípa í milli málla. Fyrir mér er þetta hið fullkomna laugardagsnammi, því að það hefur allt sem að gott laugardagsnammi þarf að hafa. Eitthvað stökkt og brakandi, súkkulaði og svo eitthvað sem er sætt undir tönn.  Einnig er það tilvalið í ferðalagið, í fjallgöngurnar, í skólann eða í vinnuna. Svo er það líka frábært til að eiga heima til að njóta sjálfur og til að bjóða gestum og gangandi upp á. Einnig má nota það sem granóla og er það algjör snilld út á chiagrautinn eða til að setja út á uppáhaldsþeytinginn manns.

Gómsætt millinasl

 • 250 g Kókosflögur
 • 250 g Kasjúhnetur
 • 125 g Heslihnetur
 • 125 g Trönuber
 • 125 g Gojiber
 • 125 g Súkkulaðihúðuð mórber
 • 3 msk hlynsíróp
 • 3 msk kókosolía
 • 1 tsk cayenne pipar
 • 1 tsk kanill
 • 1/2 tsk gróft salt
 1. Þú skalt byrja á því að rista heslihneturnar við 150°C á blæstri í 10-15 mín. Leyfðu þeim að kólna og nuddaðu svo hýðið af þeim eins og þú getur.
 2. Næst skalt þú svo setja kókosflögur, kasjúhnetur og ristuðu heslihneturnar saman í skál.
 3. Bættu kókosolíu, hlynsírópi, cayenne pipar, kanil og grófu salti út í skálina.
 4. Dreifðu vel úr blöndunni á bökunarpappírsklædda ofnplötu, ég mæli með að skipta þessu á tvær plötur.
 5. Bakaðu við 150°C í 10-15 mín eða þar til að þetta er orðið fallega gullinbrúnt.
 6. Leyfðu hnetublöndunni að kólna og blandaðu berjunum saman við blönduna. +

Ég mæli síðan með því að geyma blönduna í stórri og lokaðri loftþéttri krukku ofan í skúffu eða inn í skáp þar sem að sólin mun ekki skína á hana.

Í þessu millinasli valdi ég bara það besta í gæðum og bragði. Allar þessar vörur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og er þetta því einskonar bland í poka fyrir mér. Lífrænu súkkulaðihúðuðu mórberin frá Raw Chocolate Company eru mitt allra uppáhaldsnammi og er það algjört spari fyrir mér. Þau setja þetta millinasl á annað stig og setja það í hálfgerðan lúxusbúning. Vörurnar frá sólgæti eru einnig í miklu uppáhaldi hjá mér en ég elska þurrkuðu ávextina frá þeim og kasjúhneturnar eru mitt allra uppáhalds. Ég nota þær mikið í kökur, sósur, jógúrt, í þeytinginn eða í millinasl líkt og þetta.

  Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply