Featured Njóttu Góðgætis Jólanna

Möndlugrautur með karamellusósu og hindberjum

Þegar ég var yngri píndi ég í mig möndugrautinn ef að mandlan skyldi vera í skálinni minni. Ég lagði mig meira að segja alla fram að leita að möndlunni í skálinni og ef að einhver var komin með möndluna þá leyfði ég restinni af grautnum. En eftir að ég fékk mjólkuróþol þá stalst ég til að smakka möndlugraut og fannst hann fáranlega góður, sem er mjög fyndið. Þess vegna ákvað ég að gera mjólkurlausa útgáfu til að njóta í ár. Mér finnst hann algjört lostæti og gæti alveg hugsað mér hann í eftirrétt á aðfangadagskvöld, svo góður er hann. Það er tilvalið að gera möndlugrautinn á þorláksmessu ef maður ætlar sér að borða hann á aðfangadag því að hann er alls ekki síðri daginn eftir.

Möndlugrautur fyrir 4

Grjónagrautur

  • 1 dl basmati hrísgrjón
  • 1 dl vatn
  • 5 dl milkadamia mjólk eða möndlumjólk
  • 3/4 tsk gróft salt
  1. Settu öll innihaldsefnin saman í pott og leyfðu þessu að malla í ca.40-50 mín eftir að suðan hefur komið upp. Þegar að grauturinn er orðin vel þykkur og hrísgrjónin lin þá er grauturinn tilbúinn. Kældu grautinn í ísskáp.
  1. Þegar að grjónaauturinn hefur kólnað alveg blandar þú öllu saman í skál og leyfir þessu að kólna saman inn í ísskáp.

Karamella

  1. Settu öll innihaldsefnin saman í pott á vægan hita og leyfðu þessu síðan að malla í smá stund. Hrærðu í þessu. Leyfðu karamellunni síðan að kólna til að hún verður þykk og flott.

Settu síðan frosin hindber í matvinnsluvél og settu þau í botninn á glösunum. Síðan setur þú möndlugrautinn ofan á og toppar þetta síðan með karamellunni.

Njóttu vel <3

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply