Þegar heitt er í veðri er svo gott að kæla sig niður með svalandi drykk. Þegar ég var á ferðalagi um Asíu fékk ég mér oft melónukrap í hitanum og það var alltaf jafn kærkomið. Melóna býr yfir ýmsum eiginleikum fyrir heilsuna okkar en hún er m.a. talin vera andoxandi, bólgueyðandi og blóðþrýstingslækkandi. Ásamt því að innihalda kalíum, magnesíum, C-, B6- og A- vítamín. Melónukrapið er bragðgóð leið til að “vökva sig“ í hitanum og til að forðast ofþornun. Það kemur þó ekki í stað fyrir að drekka vatn en getur verið góð tilbreyting þegar manni langar að gera vel við sig.
Eftir heimsreisuna góðu hef ég gert þetta sjálf hérna heima á sumrin þegar að heitt er í veðri og ætla ég nú að deila með þér uppskriftinni svo þú getir gert slíkt hið sama. Uppskriftin er mjög einföld og tekur enga stund að gera.
Melónukrap með myntu Fyrir 2
- 150 g klakar
- 300 g vatnsmelóna
- 5-6 lauf mynta
Öllu skellt í blandarann og látið vinna þar til að flott krap hefur myndast.
Þá er ekki eftir neinu öðru að bíða en að hella í glösin og njóta!
-Anna Guðný
No Comments