Ég veit fátt betra en að fá mér chiagraut í morgunmat eða fyrir ræktina. Ég reyni að hafa chiagrautinn minn aldrei eins. Ég er alltaf að prufa mig áfram með ýmar útfærslur svo ég fái ekki leið á honum. Ég náði að týna nokkur bláber í ágústmánuði mér til mikillar gleði því íslensk bláber eru einfaldlega best.
Uppskriftin miðast við einn:
Chiagrautur
- 250 ml möndlumjólk (helst heimagerð)
- 2 msk chia fræ
- 1 msk hampfræ (má sleppa)
- 1/2 tsk vanilla – kaupi hana alltaf í krónunni
- 1/2 tsk kanill
- hnífsoddur sjávarsalt
- Skelltu þessu öllu saman í krukku og hrærðu saman. Láttu standa í ísskápnum yfir nótt, ef þetta er of þykkt daginn eftir bætir þú möndlumjólk út í – ef of þunnt bættu smá chiafræjum útí.
- Ef þú hefur ekki tíma til að gera þetta kvöldið áður og ætlar að gera þetta samdægurs myndi ég setja minna af möndlumjólkinni, ætti að þykkna á ca 20-30 mín.
- Stundum nota ég kókosmjólk í fernum ef ég á ekki til möndlumjólk, þá þynni ég hana með vatni; ca 50 ml af kókosmjólk og 120 ml af vatni.
Ef þú notar aðra mjólk en ég tel upp hér að ofan myndi ég byrja á 150 ml á móti 2msk af chia fræjum og bæta þá bara í staðinn mjólk út í næsta dag ef þetta er of þykkt. Það er mismunandi eftir því hversu feit mjólkin er hversu mikið fræin draga í sig.
Berjalag:
- 1 lítið lífrænt epli
- 4 msk frosin íslensk bláber
- Nokkur blöð af myntu
Skellti þessu öllu í rauðu þrumuna en það er hægt að setja þetta í blandara eða matvinnsluvél – eða sleppa alveg að mauka þetta og grófsaxa þetta bara 😉
Set berjalag- chiagrautur – berjalag – chiagrautur – berjalag
Svo setti ég mórber, gojiber og kókosflögur ofan á.
Karmella:
- 1 msk gróft hnetusmjör
- 1 msk kókosolía
- 1/2 msk hunang (má sleppa, algjört spari)
- hnífsoddur af salti
- smá vanilla
Karmellunni skellt yfir og þá er ekkert annað eftir en að njóta <3
No Comments