Njóttu Morgunsins

Berjaþeytingur í skál

31. október, 2015

Þennan lúxusmorgunmat gerði ég um síðustu helgi og verð ég að deila með þér uppskriftinni því þetta var virkilega gott. Þessi morgunmatur er algjört sælgæti enda í sætari kantinum, en það má allt um helgar, ekki satt? Það er mjög skemmtilegt að skella þeyting í skál ásamt þurrkuðum berjum, kókosflögum og fleiru gúmmelaði. Ég reyni að hafa sem mesta fjölbreytni í fæðunni hjá mér svo ég fái ekki leið á hlutunum og er því tilvalið að skella þeytingnum stundum í skál í staðin fyrir að drekka hann með röri eins og maður gerir svo oft. Eins er algjör snilld að gæða sér á þessu um helgar þegar manni langar í eitthvað nammigott.

Uppskriftin er fyrir tvo.

Berjaþeytingur

 • 3 dl frosin ber (ég notaði bláber, hindber og brómber)
 • 1 1/2 dl möndlumjólk
 • 1/2 lífrænt epli
 • 1/2 msk möndlusmjör
 • 2 döðlur
 • 2 msk glútenlaust haframjöl
 • 1 msk chia fræ
 • 1/2 msk kókosolía
 • 1/4 avacado
 • 1/3 tsk vanilla
 • 1/2 tsk kanill
 1. Skelltu öllum innihaldsefnunum saman í blandara þangað til allt er orðið vel blandað saman.
 2. Skiptu blöndunni niður í 2 skálar.

Súkkulaði

 • 2 msk fljótandi kókosolía
 • 2 msk kakó
 • 1 msk hunang
 • 1/2 msk kókosmjólk í fernu
 • 1/8 tsk salt

Öllu hrært saman í bolla og síðan sett á ískaldan berjaþeytingin því þá harðnar súkkulaðið.

Mjög gott að skreyta með kókosflögum, gojiberjum og mórberjum!

IMG_6637

Njóttu í botn!

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér