Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Thailenskur hrísgrjónaréttur

20. febrúar, 2019

Kvöldmatur á mínu heimili er í flestum tilfellum mjög fljótlegur og þægilegur. Uppskriftin sem ég ætla að deila með þér núna er einmitt eitthvað sem ég geri mjög oft í kvöldmatinn og fær hún alltaf góðar undirtektir. Það tekur enga stund að útbúa hana og elska ég að gera hana í stóru magni til þess að eiga afgang daginn eftir.

Thailenskur hrísgrjónaréttur

 • 1 bolli hýðishrýsgrjón + 2 bollar vatn
 • 6 gulrætur
 • 1/2 toppkál (má líka nota hvítkál)
 • lítill laukur
 • 1-2 hvítlauksrif
 • 3/4 tsk túrmerik
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1,5 msk tamarisósa
 • 1-2 tsk rifin engifer
 • 1 límónugras
 • smá salt
 1. Byrjaðu á því að sjóða hýðishrísgrjónin.
 2. Skerðu svo niður gulrætur, toppkál og lauk.
 3. Steiktu þetta svo á pönnu upp úr smá kókosolíu og nokkrum dropum af vatni.
 4. Bættu síðan túrmeriki, hvítlauksrifi, engiferi, límónugrasi og salti saman við.
 5. Bættu svo soðnum hýðishrísgrrjónunum saman við og smakkaðu svo til. Ekki hika við að bæta við meira af sítrónusafa, engiferi, hvítlauk eða tamarisósu ef þér finnst það þurfa.

 

Það er mjög gott að bera réttinn fram með sýrðum kasjúrjóma, rúsínum og ristuðum kasjúhnetum. Ég rista kasjúhneturnar við 150°C í ofni á blæstri í ca. 10 mínútur.

              Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply