Njóttu Góðgætis

Súkkulaðihúðaðar og möndlufylltar döðlur

Ég held það sé nokkuð augljóst á þessu bloggi mínu hversu mikill nammigrís ég er. Ég elska súkkulaði og ég gæti ekki lifað án þess, það er bara þannig. Í þetta sinn gerði ég möndlufylltar döðlur sem ég hjúpaði með súkkulaði. Þetta er svo einfalt að það geta allir græjað þetta á núll einni.

Súkkulaðið

  • 1 dl kókosolía
  • 1 dl kakó
  • 1/2 dl hunang
  • 1/4 tsk sjávarsalt
  • 1/2 tsk vanilla
  1. Settu kókosolíuna í vaskinn í lokaðri krukkunni og láttu heitt vatn renna á hana svo hún verði fljótandi.
  2. Settu kakóið, saltið og vanilluna í skál og hrærðu.
  3. Bættu kókosolíunni út í og svo hunanginu að lokum. Hrærðu vel og smakkaðu til, mismunandi hvað fólk vill hafa mikið af kakói.
  4. Láttu súkkulaðið kólna aðeins áður en þú byrjar að hjúpa döðlurnar, því þykkara sem það er því betri hjúpur er það.

Það sem þú þarft til viðbótar er poki af döðlum og poki af möndlum án hýðis.

  1. Troddu einni möndlu í hverja döðlu, dýfðu henni í súkkulaðið með gaffli og settu á plötu með bökunarpappír. Passaðu bara að láta sem mest súkkulaði leka af döðlunni með gafflinum.
  2. Gerðu þetta við eins margar möndlufylltar döðlur og súkkulaðið dugir til. Þegar þetta er komið settu döðlurnar í frysti.
  3. Taktu döðlurnar úr frystinum eftir ca 1/2 -1 klst og týndu þær af bökunarpappírunum/formunum og settu í loftþétt ílát. Geymdu þetta svo framvegis í frystinum og gæddu þér á þeim beint úr frystinum.

Ef það er afgangur af súkkulaðinu þá er sniðugt að setja það í litið form íklætt bökunarpappír og frysta. Þá áttu klárt súkkulaði í baksturinn. 

Verði þér að góðu <3

 

You Might Also Like

3 Comments

  • Reply Ragnhildur 6. nóvember, 2014 at 21:53

    Takk fyrir skemmtilega síðu 🙂 Það væri æðislegt ef þú gætir addað pinterest takka við postana svo að það sé hægt að safna saman uppskriftum í möppu þar 🙂

    • Reply heilsaogvellidan 6. nóvember, 2014 at 22:07

      Takk fyrir hrósið og ábendinguna 🙂 Ég held ég hafi náð að græja pinterest hnappinn 😉

  • Reply Vera Hjördís 8. nóvember, 2014 at 01:55

    NAMMI NAMM þetta verð ég að prófa

  • Leave a Reply