Flokkur

Njóttu Safa og Þeytinga

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Góðgætis Safa og Þeytinga

Jarðaberjaþeytingur

Þegar sólin fer að skína og hitna fer í veðri er ómetanlegt að kæla sig niður með ísköldum jarðaberjasjeik. Reyndar finnst mér gott að kæla mig niður allt árið með öllu sem líkist og bragðast eins og ís, en það er nú annað mál. Þar sem ég þoli illa mjólkurvörur var ég ekki lengi að finna leið fyrir mig að njóta jarðaberjaþeytings til að svala ísþörf minni af og til. Þennan þeyting tekur enga stund að græja og eru örfá…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Rauðrófusafi

Ég geri mér reglulega rauðrófusafa úr fallegu safavélinni minni. Ég nota nú aldrei neina sérstaka uppskrift, týni bara eitthvað í hann sem ég á í ísskápnum og mig lystir í hverju sinni. En ég ákvað að skrifa niður uppskrift til að deila með þér, kæri lesandi, og vona ég að þér líki vel. Rauðrófusafi                                                    …

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Súkkulaðiþeytingur

Allflestar uppskriftir af súkkulaðiþeytingum sem hafa orðið á vegi mínum innihalda banana. Þar sem bananar fara frekar illa í mig ákvað ég að  taka málin í mínar hendur. Ég hef verið með hugmynd af súkkulaðiþeyting í kollinum lengi og ákvað loksins að skella henni í blandarann. Það tókst mjög vel og var niðurstaðan vonum framar. Þá er í rauninni ekki eftir neinu öðru að bíða en að deila uppskriftinni með þér. Súkkulaðiþeytingur                …

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Bláberjaþeytingur

Nú veit ég ekki hvort að þú hafir náð að byrgja þig upp af bláberjum fyrir veturinn, þau eru svo sannarlega fjársjóður og sífellt erfiðara að finna vegna slæms veðurfars. Ég missti af bláberjatímabilinu heima í ár vegna flutninga svo ég veit ekki hvort það hafi verið góð uppspretta. En síðustu sumur hef ég pínt fjölskyldumeðlimi með mér í berjamó og er ég svo þrjósk að ég neita að fara heim fyrr en ég er komin með ágætan skammt í…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Túrmeriksafi

Lækningamáttur túrmeriks Túrmerik er indversk lækningajurt sem hefur marga og jákvæða eiginleika fyrir heilsuna okkar. Fjölmargar rannsóknir hafa verið birtar sem gefa til kynna að túrmerik sé með gríðarlegan lækningamátt. Það er t.d. bólgueyðandi og er stútfullt af andoxunarefnum. Það hefur haft jákvæð áhrif á þunglyndi, streitu, hjartasjúkdóma, parkinson, alzheimer, krabbamein og liðagigt. Það er sífellt að færast í aukanna að fólk kynni sér óhefðbundnar lækningar sem meðferðarúrræði á sjúkdómum. Túrmerik hefur verið mjög árangursríkt í sambandi við krabbamein. Það hefur…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Grænn þeytingur

Það er ekki svo langt síðan að ég hélt ég væri rosalega holl þegar ég skellti spínati í blandaran ásamt helling af ávöxtum. Ég hélt að ávextir væru svo hollir að ég gæti borðað þá í öll mál og mikið af þeim. Síðar komst ég að því að þetta væri bara ekki rétt hjá mér, græni ofurdrykkurinn minn var ekkert svo mikið ofur eftir allt saman. Ávaxta skal neyta í hófi þar sem þeir innihalda ávaxtasykur sem líkaminn vill ekki fá…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Gulrótarsafi

Það koma tímar þar sem líkaminn minn bókstaflega öskrar á kaldpressaðan safa. Hér er ég með uppskrift af gulrótarsafa sem er algjört spari hjá mér. Ég borða gulrætur í hófi vegna þess að þær innihalda meiri sykur en annað grænmeti fyrir utan rauðrófur. Þ.a.l. þegar maður djúsar gulrætur veldur það toppi í blóðsykri þar sem að maður síar trefjarnar frá við safagerð. Ég kýs því græna safan í flestum tilvikum og fæ mér gulrótar og rauðrófusafa þegar ég vil gera…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Grænt, grænt, grænt er grasið út í haga..

Ég ætla að vera dugleg í græna safanum yfir jólahátíðina. Þið haldið kannski að ég sé orðin galin að blogga um grænan safa í desember þar sem allir verða á þeytingi úr einu jólaboðinu yfir í annað. Það er einmitt þá sem maður þarf á græna safanum að halda, til að vera í jafnvægi. Maður þarf hollustu til að vega upp á móti öllu sukkinu sem fylgir jólunum. Ég tala nú ekki um þegar sumir borða mikið af söltu og…

Lesa meira