Njóttu Safa og Þeytinga

Gulrótarsafi

24. júlí, 2015

Það koma tímar þar sem líkaminn minn bókstaflega öskrar á kaldpressaðan safa. Hér er ég með uppskrift af gulrótarsafa sem er algjört spari hjá mér. Ég borða gulrætur í hófi vegna þess að þær innihalda meiri sykur en annað grænmeti fyrir utan rauðrófur. Þ.a.l. þegar maður djúsar gulrætur veldur það toppi í blóðsykri þar sem að maður síar trefjarnar frá við safagerð. Ég kýs því græna safan í flestum tilvikum og fæ mér gulrótar og rauðrófusafa þegar ég vil gera vel við mig. Endilega fræðstu meira og lestu færslu mína um safagerð hér. 

Þrátt fyrir að gulrætur séu sætar hafa þær marga jákvæða eiginleika fyrir mann og góð ástæða fyrir að hafa þær í mataræðinu.

 • Þegar gulrætur eru borðaðar sem hluti af heilbrigðu mataræði, geta næringarefnin í gulrótum veitt þér vörn gegn hjartasjúkdómum og heilablóðfalli ásamt því að hjálpa þér að byggja upp sterk bein og heilbrigt taugakerfi.
 • Gulrótarolía inniheldur kalíum, B6 vítamín, kopar, fólínsýru, þíamín og magnesíum.
 • Andoxunarefni í gulrótum, þ.m.t. beta-karótín, getur gegnt hlutverki í fyrirbyggingu krabbameins. Það getur m.a. fyrirbyggt krabbamein í lungum, blöðruhálskirtli og ristli.
 • Gulrætur eru best þekktar fyrir að innihalda hátt hlutfall af A vítamíni sem kemur úr beta-karótíni sem er breytt í A-vítamín í lifur. A-vítamín er t.d. mjög gott fyrir sjónina.
 • Gulrætur geta hjálpað til við að vernda lifrina frá eiturefnum í umhverfinu.
 • Gulrætur hafa bólgueyðandi eiginleika og veita bólgueyðandi ávinning sem eru veruleg meira að segja þegar miðað er við bólgueyðandi lyf eins og íbúprófen. 

Gulrótarsafi                                                                                                                   2015-07-21 14.00.07Uppskrift fyrir 1

 • 200 g gulrætur
 • 1 lífrænt epli
 • 1/2 sítróna
 • 4 myntustönglar
 • 2 cm engifer
 1. Ef þú átt ekki safavél getur þú gert þetta í blandara og síað safann svo með síupoka sem þú getur keypt í Ljósinu . Best er þó að nota safavél og því hægari sem hún er því meiri varðveitist af næringarefnum.
 2. Mjög gott að skella nokkrum klökum út í safann.

2015-07-21 14.16.46

Skál!

Heimildir
 1. Dr. Mercola. 28.12.2013. What are the Health Benefits of Carrots? http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2013/12/28/carrot-health-benefits.aspx

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér