Njóttu Safa og Þeytinga

Túrmeriksafi

8. október, 2015

Lækningamáttur túrmeriks

Túrmerik er indversk lækningajurt sem hefur marga og jákvæða eiginleika fyrir heilsuna okkar. Fjölmargar rannsóknir hafa verið birtar sem gefa til kynna að túrmerik sé með gríðarlegan lækningamátt. Það er t.d. bólgueyðandi og er stútfullt af andoxunarefnum. Það hefur haft jákvæð áhrif á þunglyndi, streitu, hjartasjúkdóma, parkinson, alzheimer, krabbamein og liðagigt.

Það er sífellt að færast í aukanna að fólk kynni sér óhefðbundnar lækningar sem meðferðarúrræði á sjúkdómum. Túrmerik hefur verið mjög árangursríkt í sambandi við krabbamein. Það hefur bæði stöðvað vöxt krabbameins og jafnvel eytt því. Túrmerik hefur einnig reynst það vel í sambandi við þunglyndi að það er talið jafn árangursríkt og þunglyndislyf. Túrmerik er ódýrara en lyf og hefur auk þess engar aukaverkanir. 

Svartur pipar margfaldar upptöku túrmeriks

Curcumin, virka efnið í túrmerik, brotnar hratt niður í líkamanum og sogast það frekar hægt í blóðið. Með því að borða svartan pipar samhliða túrmeriki eykst upptaka curcumins í blóðið. Virka efnið í svörtum pipar, piperine, dregur úr niðurbroti curcumins og margfaldar upptöku þess og gerir það þ.a.l miklu virkara. Curcumin og piperine eru skaðlaus efni sem, samkvæmt rannsóknum, virka gegn krabbameini og bólgutengdum sjúkdómum. 1

Hvernig á að nota túrmerik?

Túrmerik er til í kryddhillum matvöruverslanna og nota ég það iðulega í matargerð. Það gefur gulan og fallegan lit í matargerðina og er alls ekki bragðsterkt. Eins finnst mér algjört æði þegar ég finn það í heilu lagi og þá skelli ég því í kaldpressaða safan minn. Mér finnst mjög mikilvægt að túrmerikið sé lífrænt og finnur þú það lífrænt í heilsubúðum landsins. Túrmerik er einnig til í  formi hylkja sem fæðubótarefni.

Túrmeriksafi

  • 6 gulrætur
  • 10 lífræn túrmerik
  • 1/3 ananas
  • 200 ml kókosvatn
  • 1 tsk pipar
  • 1/3 lífræn sítróna
  1. Skelltu öllu í safavélina og helltu safanum síðan í glas og leyfðu nokkrum klökum að fljóta með.
  2. Njóttu <3

IMG_0574 copy

Ef þú vilt fræðast meira um túrmerik mæli ég með þessum greinum hér:
http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2013/07/08/curcumin-vs-drugs-for-parkinsons.aspx
http://betrinaering.is/10-mognud-ahrif-turmeriks-og-curcumins-heilsu/
http://www.visir.is/ohefdbundin-medferd-vid-krabbameinum/article/2014707189977
http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2015/05/04/curcumin-turmeric-benefits.aspx

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply