Njóttu Góðgætis Jólanna

Súkkulaðitrufflur

29. september, 2018

Það eru örugglega margir að taka sig á í mataræðinu um þessar mundir og vilja alls ekki sjá uppskriftir eins og þessa. En það sem mér fannst ofboðslega mikilvægt þegar ég tók til í mínu mataræði er að njóta góðgætis áfram en á hollari og gæðameiri máta. Það er ómetanlegt að eiga góðgæti líkt og þetta í frystinum þegar að sykurpúkinn bankar upp á í stað þess að fá sér eitthvað sem að er mikið unnið og lætur mann fá sterkar langanir í meira. Þessar tufflur innihalda enga unna sætu og eru mjög saðsamar, manni nægir alveg að fá sér eina til að gæða sér á í einu. Þær hurfu á ógnarhraða úr frystinum og var litli kúturinn minn mjög ánægður með þær. Hann er klárlega minn uppáhalds matargagnrýnandi.

Súkkulaðitrufflur

 • 250 g döðlur
 • 1 krukka möndlusmjör frá biona
 • 2 msk kókosolía
 • 1/2 dl hrákakó
 • 1 kókosmjólk, þykki parturtinn
 • gróft salt
 1. Skelltu öllum innihaldsefnunum saman í matvinnsluvél þar til að þetta er orðið silkimjúkt.
 2. Settu deigið í ísskáp þar til að það stífnar og auðvelt er að móta kúlur úr því.
 3. Mótaðu kúlur og raðaðu þeim á ílát þar sem að þær snertast ekki.
 4. Veltu kúlunum upp úr hrákakói og færðu þær síðan í loftþétt ílát.
 5. Kúlurnar geymast best í frysti.

Í þessar trufflur nota ég hrákakó en það er ekki eins bragðsterkt og venjulegt kakó eins og við þekkjum það. Ég mæli eindreigið með því að nota hrákakóið. En það er ekki bara næringarmeira heldur inniheldur það mjög hátt magn af andoxunarefnum og magnesíum, enda er það algjör súperfæða. Ef að þú kýst að nota venjulegt kakó þarftu sennilega minna af kakói og verður að setja lítið af því í einu og vera stöðugt að smakka deigið til.

 

               Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply