Njóttu Safa og Þeytinga

Grænn þeytingur

22. september, 2015

Það er ekki svo langt síðan að ég hélt ég væri rosalega holl þegar ég skellti spínati í blandaran ásamt helling af ávöxtum. Ég hélt að ávextir væru svo hollir að ég gæti borðað þá í öll mál og mikið af þeim. Síðar komst ég að því að þetta væri bara ekki rétt hjá mér, græni ofurdrykkurinn minn var ekkert svo mikið ofur eftir allt saman. Ávaxta skal neyta í hófi þar sem þeir innihalda ávaxtasykur sem líkaminn vill ekki fá of mikið af. Ef við neytum of mikils ávaxtasykurs breytir líkaminn umframmagninu í fitu.

Grænmeti inniheldur mikið af stórkostlegum vítamínum sem við ættum ekki að láta framhjá okkur fara. En þar sem mér finnst óhemju leiðilegt að japla á káli allan daginn þá finnst mér tilvalið að neyta þess í formi safa eða þeytings. Vellíðanin sem fylgir því að neyta góðs þeytings með góðu grænmeti og öllum þeim vítamínum sem tilheyrir því, er ólýsanleg. Ég ”kreiva” oft í grænan þeyting eða grænan safa, sennilega útaf líkaminn vill fá þau vítamín sem þessir drykkir hafa upp á að bjóða. Ef þú ert eins og ég var og setur mikið af ávöxtum í þeytinganna þína, hvet ég eindregið til að auka grænmetisinnihaldið í þeim.

Ég reyni að hafa þeytingana mína ávallt stútfulla af grænmeti og minna af ávöxtum. Ég mæli með því að smakka reglulega til og setja lítið af sumum innihaldsefnum í einu. Magn af engiferi, sítrónu og selleríi er rosalega persónubundið eftir því hversu vanur þú ert að borða það. Ég elska að setja myntu í þeytinga og gerir hún alla bókstaflega alla þeytinga góða.

Grænn þeytingur

 • 7 cm gúrka
 • 1 lífræn pera
 • 10 cm lífrænt sellerí
 • 1-2 lúkur spínat/grænkálsblöð
 • 24 g engifer
 • 1 msk kókosolía
 • 50 gr avacado
 • 250 ml vatn
 • 4 klakar
 • 2 msk sítróna
 • Mynta (smekksatriði, ég set 10 blöð ca)
 1. Skelltu öllum innihaldsefnunum í blandarann þinn og láttu hann um að blanda þessu vel saman.
 2. Ég mæli með því að drekka þeytingin strax!

Njóttu vel og eigðu góðan dag.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér