Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Súkkulaðiprótínþeytingur

Það er algengur misskilningur að þeir sem að séu á grænkerafæði séu að glíma við prótínskort. Sjálf er ég ekki að reikna út prótíninntöku mína yfir daginn og er ég við mjög góða heilsu. En mataræði mitt er aðallega uppbyggt á grænmeti, ávöxtum, baunum og hnetum. Ef eitthvað er, hefur fæða mín sennilega aldrei innihaldið jafn mikið magn af prótíni og öðrum lífsnauðsynlegum næringarefnum. Það sem mér finnst gott að einblína á er að borða fjölbreytta fæðu, þ.e.a.s. að borða t.d. ekki alltaf sömu baunirnar og sömu tegundir af grænmeti. Einnig er gott að hafa í huga að þeir sem að eru við mikil átök í ræktinni eða í annarri hreyfingu þurfa meira prótín en við hin.

Ég mæli auðvitað með að fá prótínið í gegnum heila & hreina fæðu og reyna að borða sem minnst af dufti né tilbúnum vörum. Þó það sé auðvitað allt í lagi að fá sér stöku sinnum prótíndrykki og hver finnur út fyrir sig hvað hentar sér best út frá sínum líkama. Ef prótínduft verður fyrir valinu þá mæli ég með að lesa vel á innihaldslýsinguna og tryggja að það séu flott innihaldsefni þar. Ég er sérstaklega hrifin af súkkulaðibaunaprótíninu frá Pulsin. Það er vegan, glútenlaust og er sætt með stevíu. En 2 kúgaðar teskeiðar af prótíninu innihalda 17,4g af prótíni. Ég elska að skella því í blandarann með örfáum innihaldsefnum og deili ég uppskriftinni með þér hér fyrir neðan. Þetta prótín fæst m.a. í Hagkaup, Heilsuhúsinu og Nettó.

Súkkulaðiprótíndrykkur

  • 3 dl Ósæt milkadamia mjólk
  • 2 bananar
  • 2 msk súkkulaðibaunaprótín
  • klakar (þarf ekki ef bananarnir eru frosnir)
  • 1/2 tsk vanilluduft
  1. Skelltu öllum innihaldsefnunum saman í blandara og blandaðu þar til að drykkurinn er kekkjalaus.
  2. Þessi uppskrift er fyrir 2.

Ég ákvað að hafa þessa uppskrift eins einfalda og hægt er, því að hún er virkilega góð þannig og er ótrúlega gott súkkulaðikaramellubragð af drykknum. En auðvitað má leika sér endalaust með þessa grunnuppskrift og þess vegna bæta við 1/2 msk af grófu hnetusmjöri og jafnvel smá slettu af kaffi ef það togar í mann.

Þessi færsla var gerði í samstarfi við heildverslunina heilsu

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply