Nú þegar að páskahátíðin fer að renna í hlað þá langar mig svo mikið að deila með þér mínum uppáhalds páskauppskriftum til þess að gera hátíðina ennþá bragðbetri, næringarríkari og gleðilegri. Það hefur reynst mér mjög kærkomið að hafa fyrir því að gera t.d. mínar eigin kökur, mat og nammi yfir páskahátíðina til þess að halda áfram góðu jafnvægi og vellíðan. En það hefur alls ekki alltaf verið þannig og hef ég lært með reynslunni að þetta er lykilatriði fyrir sjálfa mig til þess að geta notið hátíðarinnar í botn og verið áfram orkumikil & lífsglöð. En hér áður fyrr átti ég það til að skipta alveg um mataræði yfir svona hátíðir sem hafði þau áhrif að ég varð þreytt, pirruð, líkamlega verkjuð og hætti að hugsa vel um mig – sem gerði brekkuna mjög bratta eftir páska að komast í heilbrigða rútínu er varðar mataræði og lífsstíl. Hvort sem að það sé eitthvað sem að þú tengir við eða ekki, þá er alltaf gaman að prufa nýjar uppskriftir og hleypa bragðlaukunum í smá ferðalag.
Þannig að, mínar uppáhalds hátíðaruppskriftir – gjörðu svo vel!
Hátíðarmatur
Polenta með bökuðu eggaldini
Þessi réttur er svo dásamlega einfaldur en samt svo stórkostlega góður. Það eru mörg ár síðan að ég hannaði þessa uppskrift en samt er hún ennþá í top 10 uppáhalds hjá mér.
Uppskrift
Svepparísottó
Hér er dæmi um rétt sem er aldrei að fara að klikka, tilvalið sem forréttur og hér er hægt að leika sér með uppskriftina að vild. Í staðin fyrir sveppi er t.d. hægt að nota grasker sem kemur einnig mjög vel út!
Uppskrift
Innbökuð Sveppasteik
Ár eftir ár, þá er þetta alltaf uppáhaldshátíðarmaturinn minn og ég elska að hafa fyrir því að gera þessa unaðslegu steik. Ég elska að gera allskyns meðlæti með henni og nýt svo afganganna alltaf í botn, sem eru alltaf að verða minni & minni með hverju árinu því að fólkið mitt elskar þessa steik jafnmikið, ef ekki meira, og ég.
Uppskrift
Besta sveppasósa sem þú hefur smakkað með unaðslegri kartöflumús
Þetta meðlæti er t.d. fullkomið með sveppasteikinni, en ef þú fýlar ekki kartöflumús – plís gerðu allavega þessa sveppasósu og nóg af henni. Hún er algjör u-n-a-ð-u-r!!
Uppskrift
Nammi
Lúxusíspinnar
Þessir íspinnar hljóma fyrir að vera mikið vesen og jú þetta er smá föndur, en þetta föndur er svo mikið þess virði og tilvalið til að gera með börnunum sínum. Þú getur notað hvaða íspinnaform sem er, t.d. bara þessi einföldu sem fást í ikea.
Uppskrift
Karamellustangir
Þessar sko! Ég mæli svo mikið með og þær slá alltaf í gegn.
Uppskrift
Súkkulaðitrufflur
Hér er eldgömul uppskrift frá mér sem ég hef gert aftur & aftur! Þessar trufflur eru vel þess virði að gefa sér tíma í að útbúa. Þær eru svo ruglað góðar og tilvaldar til að hafa í eftirrétt eða til að eiga í leyniboxi í frystinum fyrir þig eina/n.
Uppskrift
Karamellufyllt páskaegg
Það er mjög gaman að leika sér með páskaeggjaform og mér finnst mjög gaman að setja einhverja fyllingu inn í þau og gera hálf egg. Hérna prufaði ég að gera karamellufyllingu sem kom mjög vel út.
Uppskrift
Kökur
Þriggja laga súkkulaðibomba
Þessi er fyrir alla þá sem elska súkkulaði og kakóbragð. Það er fullkomið að bera kökuna fram með ferskum íslenskum jarðaberjum og njóta hvers einasta bita.
Uppskrift
Berjaást
Þessi kaka er meira eins og osta eða skyrkaka. Brögðin vinna ótrúlega vel saman og er hver biti sannkölluð hátíð fyrir bragðlaukana.
Uppskrift
Jarðaberjasæla
Þessi kaka er líka eins og ostakaka. Ótrúlega einföld í framvkæmd en samt svo biiilað góð!
Uppskrift
Snickershrákaka
Hver elskar þegar að kexbotn, hnetusmjör, vanilla, salthnetur og súkkulaði kemur saman? Ef það ert þú, þá er þetta nýja uppáhalds kakan þín. Njóttu!
Uppskrift
Ég vona svo innilega að þessi færsla gefi þér einhverjar skemmtilegar hugmyndir fyrir páskamatreiðsluna, fleiri uppskriftir er auðvitað að finna hér á heimasíðunni minni og ég mæli með að taka góðan rúnt ef þú vilt skoða meira. En umfram allt njóttu með fólkinu þínu.
Gleðilega páska <3
No Comments