Njóttu Góðgætis Safa og Þeytinga

Jarðaberjaþeytingur

3. júní, 2016

Þegar sólin fer að skína og hitna fer í veðri er ómetanlegt að kæla sig niður með ísköldum jarðaberjasjeik. Reyndar finnst mér gott að kæla mig niður allt árið með öllu sem líkist og bragðast eins og ís, en það er nú annað mál. Þar sem ég þoli illa mjólkurvörur var ég ekki lengi að finna leið fyrir mig að njóta jarðaberjaþeytings til að svala ísþörf minni af og til.

Þennan þeyting tekur enga stund að græja og eru örfá innihaldsefni í honum. Hann er algjört sælgæti svo ég reyni að fá mér hann bara sem spari um helgar. En það gengur þó ekki alltaf alveg upp hjá mér.

Jarðaberjaþeytingur

Uppskriftin miðast við einn mjög þyrstan eða tvo hófsama.

  • 200g frosin jarðaber
  • 200 ml möndlumjólk
  • ¼ tsk möluð vanilla
  • 3 döðlur
  1. Settu öll innihaldsefnin í blandara og blandaðu þar til að allt er blandað vel saman.
  2. Gæti verið gott að leyfa jarðaberjunum að þiðna aðeins áður en þú blandar þessu saman ef blandarinn þinn á erfitt með að ráða við þau.

Processed with VSCO with f2 preset

Skál!

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply