Lærðu

That Sugar Film

5. ágúst, 2015

Á leið minni í háaloftunum frá Nýja Sjálandi til Cook Islands horfði ég á magnaða mynd. Hún heitir That Sugar Film og hef ég ekki verið jafn vakandi yfir mynd í flugvél áður. Hún fjallar um Ástralskan leikara, Damon Gameau, sem að lifði heldur óheilbrigðum lífsstíl áður en hann kynntist kærustu sinni. Hann breytti alveg um lífsstíl eftir að hann kynntist henni og hætti að borða unninn sykur. Þegar þau áttu von á barni langaði honum að vita hvað hann væri að fara að fæða barnið sitt á í framtíðinni og hvað væri skaðlegt og hvað ekki. Hann varð ringlaður á að lesa greinar um sykur á netinu og ákvað að taka málin í sínar hendur.

Hann ákvað að byrja að borða sykur aftur í 60 daga og sjá hvaða áhrif það hefði á líkama hans. Hann fékk teymi í lið með sér sem samanstóð af lækni, sálfræðingi og næringarfræðingi. Þau ráðlögðu honum hvernig hann ætti að gera þetta og voru með honum í öllu ferlinu. Hann var staðráðin í að sökkva sér ekki í skyndibita, nammi og gos, heldur sýna hvað það er mikið af sykri í vörum sem eru merktar sem heilsusamlegar og fólk heldur að séu hollar fyrir mann. Markmiðið hans var að borða 40 teskeiðar af sykri á dag og var fáranlegt að sjá hvað það er auðvelt fyrir mann. Í myndinni ferðast hann um heiminn og sýnir hversu slæmt ástandið er hvað mataræði almennings varðar. Hann talar um tegundir sykurs, sögu hans og pólítíkina í kringum hann. Hann komst t.d. að því að stórkeðja eins og Coca Cola borga vísindamönnum fyrir að birta rannsóknir sem eru þeim í hag.

Heilsuástand hans breyttist það mikið á þessum 60 dögum að þú munt ekki trúa því. Fyrst fannst honum þetta mikið áfall fyrir líkamann og leið honum virkilega illa. Síðan vandist hann því að líða svona og áttaði sig á því að flestir halda að það sé eðlilegt að líða svona því þeir þekkja ekki annað. Hann vissi hinsvegar hversu mikil vellíðan fylgir því að vera ekki að borða unnin sykur og borða bara hollan og hreinan mat. Honum hlakkaði mjög mikið til að geta farið að borða hollt aftur. Þegar hann hætti svo að borða sykur aftur eftir myndina fannst honum það jafn erfitt og að hætta að reykja. Þú hreinlega verður að horfa á myndina til að sjá líðan hans og ástandið á honum í gegnum þetta 60 daga ferli.

Mér finnst mjög gaman að horfa reglulega á myndir sem sýna svart á hvítu hvað það er mikið í fæðu okkar sem er skaðlegt. Þær hvetja mig að borða áfram hollt og verður maður virkilega sáttur með sjálfan sig. Ef þú veist innst inni að þú sért ekki að borða hreina og holla fæðu hvet ég þig til að horfa á þessa mynd til að opna augun þín hvað sykurneyslu varðar. Manni langar ekki neitt í sykur eftir að hafa horft á þessa mynd og er hún alls ekki svona týpísk þurr heimildarmynd. Mjög skemmtileg mynd sem endar meira að segja á dansi og söng.

-Anna Guðný

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér