Elskaðu Lærðu Umhverfið

Cowspiracy

Ástæðan fyrir því að mér finnst gaman að horfa á heimildarmyndir er að þar koma oft fram upplýsingar og fróðleikur sem er í sumum tilfellum viljandi haldið leyndum fyrir okkur. Af hverju ætti samt eitthverju að vera haldið leyndu fyrir okkur? Það er oft gert í gróðraskyni því að ef við vissum sannleikann myndum við hegða okkur öðruvísi. Við myndum sennilega hætta að versla ákveðnar vörur sem myndi þ.a.l. minnka hagnað iðnaðarins. Peningar ráða miklu í heiminum í dag og eru þeir oft teknir fram yfir lífsgæði okkar hér á jörðinni.

Nú á dögunum horfði ég á byltingarkenndu umhverfisheimildarmyndina Cowspiracy eftir Kip Andersen. Kip sýnir mikið hugrekki þegar hann afhjúpar iðnaðinn sem er jörðinni mest skaðlegur í dag, dýralandbúnað. Það sem vekur forvitni hans er að afhverju aðal umhverfissamtökin í heiminum eru of hrædd að tala um hann. Þegar að Kip nálgast stjórnendur umhverfissamtakanna kemst hann af því að þau vilji vísvitandi ekki tala um málið vegna hræðslu. Þau vara hann við áhættunni sem fylgir því að rannsaka þetta mál og að það gæti jafnvel kostað hann líf sitt.

Í myndinni kemur fram að dýralandbúnaðurinn sé aðalorsökin fyrir mengun, eyðingu skóga og vatnsnotkunar í heiminum. Dýralandbúnaðurinn er ábyrgur fyrir losun 51% gróðurhúslofttegunda en samgönguiðnaðurinn er aðeins ábyrgur fyrir aðeins 13%. Hann er einnig aðalástæðan fyrir búsvæðatapi, útrýmingarhættu dýra, veðrun gróðurmoldar, dauðum svæðum í sjónum og nánast öðru hverju umhverfisvandamáli. Samt heldur iðnaðurinn áfram, nánast algjörlega óáreittur.

Myndin fjallar ekki einungis um hversu hrikaleg og mikil umhverfisáhrif eru vegna verksmiðjubúskaps á jörðinni í dag. Hún kemur einnig inn á það hvernig við sem neytendur og jarðarbúar getum haft áhrif. Ef þú horfir bara á eina heimildarmynd á lífsleiðini, horfðu þá á þessa. Þú munt alls ekki sjá eftir því. Upplýsingarnar sem koma fram í myndinni er eitthvað sem við öll þurfum að vita. Ég mæli klárlega með henni og veit ég að það má t.d. finna hana á netflix.

Ég er þakklát fyrir að Kip Andersan hafi búið yfir hugrekki og krafti til að láta þessa mynd verða að veruleika svo að við getum öll spornað við og bjargað jörðinni okkar áður en það verður of seint.

Cowspiracy-Infographic-Metric

-Anna Guðný

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply