Adina Grigore er stofnandi og höfundur lífrænu snyrtivörulínunnar SW basics sem eru seldar um allan heim og hafa fengið umfjöllun í tímaritum á borð við Vogue, O Magazine, W Magazine, New York Times, InStyle og Real Simple. Adina átti sjálf við húðvandamál að stríða á sínum tíma og sá magnaðar framfarir með því að hætta að nota allar snyrtivörur. Smátt og smátt fór hún síðan að prufa sig áfram og bar m.a. á sig ólífuolíu úr eldhúsinu og sá stórkostlegar breytingar. Hún vissi allt um góða næringu og góða heilsu og hugsaði því með sér að góð fæða hlyti að gera magnaða hluti fyrir líkama hennar að utan líkt og að innan. Í kjölfarið varð síðan til snyrtivörulínan SW basics, eftir smá tilraunastarfsemi í eldhúsinu.
Í bók sinni, Skin Cleanse, leiðir Adina Grigore mann í gegnum ferli til að koma húðinni í lag, bæði innan og utan. Adina skýrir út á mjög skemmtilegan hátt að það er jafn mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvað maður lætur á húðina alveg eins og hvað maður lætur ofan í sig. Húðin okkar er nefnilega algjör spegilmynd af því hvernig líkamsástand okkar er að innanverðu. Hún talar því mikið um hvað maður þarf að gera til að öðlast góða heilsu eins og t.d. að drekka meira vatn, borða ferska, holla fæðu, fá næga hvíld og hreyfa sig. Þetta allt hefur áhrif á húðina og ef maður heldur þessu öllu í jafnvægi mun maður halda húðinni góðri. Hún skorar einnig á lesendan að afeitra húðina með því að nota engar snyrtivörur í sólarhring og leiðbeinir síðan hvernig hægt er að bæta vörum aftur inn og er með ráð fyrir sérstakar húðtýpur. Hún opnaði augun mín algjörlega og var margt sem ég hafði ekki áttað mig á áður. Hún talar t.d. um hversu ljótur snyrtivöruiðnaðurinn er og hversu mikið af bulli hann er búinn að koma inn í hausinn á okkur og hvað það er lítið eftirlit með snyrtivörum.
Fyrir marga, og m.a. mig sjálfa, tekur oft við langt ferðalag í leit að fullkomnum snyrtivörum eftir að maður hefur áttað sig á mikilvægi hreinna og lífrænna snyrtivara. Það sem ég elska svo mikið við Skin Cleanse bókina er að hún er nú þegar búin að finna fullkomnar uppskriftir fyrir þig svo þú getir gert þínar eigin vörur í eldhúisnu heima. Í bókinni eru uppskriftir af öllum þeim snyrtivörum sem þú mögulega gætir þurft fyrir húðina, hárið og tennurnar. Ég er búin að prufa nokkrar uppskriftir úr bókinni sem komu mjög vel út. Eins hef ég prufað nokkrar vörur úr SW basics snyrtivörulínu hennar og líkar mér mjög vel við það sem ég hef prufað hingað til. Ég elska hvað það er lítið af innihaldslýsingum í hverri vöru og er því ekkert mál að gera þær sjálfur.
Ég hvet þig til að vera vakandi fyrir því hvað er í snyrtivörunum þínum og getur þú fræðst meira um það hér.
-Anna Guðný
Ég veit að S.W. basics vörurnar eru fáanlegar hér á landi hjá netversluninni Freyja Boutique fyrir áhugasama.
No Comments