Lærðu

Constant Craving

4. apríl, 2016

Áttu erfitt með að ráða við matarlanganir þínar og færð óstjórnlega löngun í ákveðnar matvörur? Ástæðan gæti verið að eitthvað sé að angra þig andlega án þess að þú gerir þér kannski grein fyrir því. Það þarf ekki einu sinni að vera að löngunin sé í sælgæti, gæti þess vegna verið t.d. í hnetur eða mjólkurvörur. Oft liggur eitthvað að baki þegar maður hefur óstjórnlega löngun í ákveðnar matvörur. Miklar líkur eru á að maður sé að reyna að hylma yfir andlega vanlíðan með því að flýja í mat. Skýrt dæmi er í rómantískum bíómyndum þegar að manneskjan er nýhætt með kærast -anum/unni og liggur upp í rúmi að horfa á sjónvarpið með risastóra dollu af ís í von um að ísinn græði sárin.

Ég var að lesa magnaða bók um nákvæmlega þetta og mæli heilshugar með henni. Bókin heitir Constant Craving og er eftir Doreen Virtue. Ég held hún sé ekki til hér á landi en ég pantaði hana af amazon og lét senda hana hingað á litlu fallegu eyjuna okkar sem var algjörlega þess virði. Doreen Virtue er búin að skrifa helling af bókum á lífsleiðinni og er mjög skemmtilegt að lesa bækurnar hennar. Stundum þarf ég að pína mig í gegnum bækur ef að enskan er erfið en það á alls ekki við um þessa bók. Doreen skrifar mjög auðlesin og skemmtilegan texta.

photo-1421338443272-0dde2463976a

Doreen fjallar um að einhver ástæða gæti legið að baki þess þegar maður er með óslökkvandi löngun í einhvern ákveðin mat. Hver þekkir það ekki að vera með ís, súkkulaði eða snakk á heilanum og hætta ekki að hugsa um það fyrr en það er komið í hendurnar á manni? Doreen er búin að vinna sjálf með kúnnum í fjöldamörg ár og fór að sjá ákveðin tengsl hvað varðar matarlanganir og undirliggjandi tilfinningar hjá kúnnunum. Hún vitnar í mikið af rannsóknum í bókinni sem styðja við kenningar sínar að ákveðnar matarlanganir eigi sér rætur í ákveðnum tilfinningum. Doreen útskýrir einnig að matarlanganirnar eigi þó ekki í öllum tilvikum að rekja til andlegrar vanlíðunar. Skortur á ákveðnum efnum í líkamann geta einnig orsakað mikla löngun í fæðu sem inniheldur þessi efni.

Þegar að maður fer að skilja ástæðuna fyrir því að maður sé með óslökkvandi löngun í ákveðin mat þá getur maður unnið að rót vandans. Aftast í bókinni er listi yfir helling af matvörum, allt frá súkkulaðirúsínum yfir í bjór og nautasteik. Í listanum er hugsanleg ástæða fyrir þessari löngun og lausnin til að vinna að rót vandans með ákveðinni yfirlýsingu. Eins er ítarlega farið í fæðuflokkanna í bókinni og tengsl þeirra við undirliggjandi tilfinningar sem eru mjög áhugaverð.

Þetta er svona bók sem maður vill eiga upp í hillu og geta flett upp í. Hún er mjög skipulega sett upp svo það er mjög auðvelt að finna það sem maður er að leita að. Bókin hjálpar manni að skilja og breyta til hins betra í sambandi sínu við mat. Ég átti mjög mörg aha-móment við lestur bókarinnar og mjög margt sem ég tengdi við í textanum hennar. Ég mæli heilshugar með þessari bók og á sjálf eftir að glugga oft í henni í framtíðinni. Ég varð bara að deila henni með ykkur því það er pottþétt einhver þarna úti sem þarf á því að halda að heyra af þessari mögnuðu bók.

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér