Elskaðu Lærðu Umhverfið

Heimildarmyndin Before the Flood

Heimildarmyndin ,,Before the Flood” er á allra vörum um þessar mundir enda ekki að ástæðulausu. Í heimildarmyndinni fær maður að fylgja Leonardo DiCaprio á ferð sinni um heiminn þar sem hann kynnir sér loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jörðina okkar. En Ban Ki-moon, framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, tilnefndi Leonardo DiCaprio sendiboða friðar fyrir Sameinuðu þjóðirnar með sérstakri áhersu á loftslagsbreytingar árið 2014.

Í heimildarmyndinni er ekki einungis einblínt á þennan stóra vanda sem við jarðarbúar stöndum frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga heldur er einnig fjallað um hvað við getum gert til koma í veg fyrir skelfilega röskun á lífríki jarðar. Við jarðarbúarnir höfum haft hrikalega slæm áhrif á loftslagssbreytingarnar með ýmiskonar iðnaði eins og t.d. olíu-, pálmaolíu- og kjötiðnaði. Af mannavöldum eru m.a. heilu vistkerfin að eyðileggjast, dýrategundir að deyja út og jöklar bráðna á ógnarhraða.

Kjötiðnaðurinn mengar

47% af landsvæði Bandaríkjanna er notað fyrir matvælaframleiðsu og 70% af þessu landsvæði er notað til þess að framleiða fæðu fyrir nautgripi. En einungis 1% af þessu landsvæði er notað til að framleiða grænmeti, ávexti og hnetur. Það er ekki bara allt landsvæðið sem að kjötframleiðslan tekur frá okkur heldur er hún einnig mjög mengandi fyrir umhverfið. Kýr framleiða metan sem er öflug gróðurhúsalofttegund og er hún 21x virkari en koltvíoxið. En koltvíoxíð losnar út í andrúmsloftið við bruna jaðefnaeldsneytis og annarra efna í orkuverum og iðnaði. Meira um kjötiðnaðinn og áhrif hans á umhverfið hér.

Við viljum að jörðin sé í góðu standi fyrir afkomendur okkar og verðum við því öll að leggja okkar af mörkum til þess. Á hverjum degi stöndum við frammi fyrir ákvörðunum um hvað við látum ofan í okkur, hvernig við ferðumst á milli staða og þ.a.l. hvaða iðnað við styrkjum. Þannig að bara með því að minnka kjötát ert þú að taka stórt skref í að vernda jörðina fyrir gróðurhúsalofttegundum. Framleiðendur anna eftirspurn kúnnans og ef að við minnkum öll kjötátið þá verður að sjálfsögðu framleitt minna af því. Best væri náttúrulega ef við myndum hætta alveg að borða kjöt en það eru kannski ekki alveg allir til í það.

Þetta er að gerast NÚNA

Í myndinni sér maður hversu alvarlegt vandamál loftslagsbreytingarnar eru fyrir okkur jarðarbúa og hvað þetta vandamál er að gerast NÚNA. Það er skrýtið að við séum ekki í róttækum aðgerðum til að snúa þessu vandamáli við áður en það verður of seint. Það kemur fram í myndinni að það eru í alvöru til stjórnmálamenn þarna úti sem afneita vísindunum og vilja ekki skilja alvarleika loftslagsbreytinga. Það kom líka fram að stjórnmálamenn eru því miður flæktir í iðnað eins og t.d. olíuiðnaðinn og hagnað hans. Aðgerðarleysi þeirra gætu kostað líf billjón jarðarbúa, bara fyrir peningagræðgi þeirra. Eru peningar í alvöru mikilvægari en jörðin okkar? Það er allavega á hreinu ef að jörðin bregst okkur þá eru peningar ekki að fara að bjarga neinu.

Ég hvet þig til að horfa á þessa vel gerðu heimildarmynd sem er langt frá því að vera þurr og leiðileg. Hér getur þú séð með eigin augum alvarleika málsins en myndin er aðgengileg á youtube þangað til 7.nóvember.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply