Lærðu

Simply Raw

2. nóvember, 2015

Þessa stórkostlegu heimildarmynd horfði ég á nú á dögunum. Það heldur mér rosalega mikið við efnið að horfa reglulega á heimildarmyndir sem sýna mátt hreins mataræðis á svörtu og hvítu. Manni langar allavega ekki neitt í ruslfæði eftir að hafa horft á heimildarmyndina sem ég ætla að segja þér frá núna.

Í heimildarmyndinni Simply Raw, eru 6 Bandaríkjamenn valdir af handahófi og öll eiga þau það sameiginlegt að vera með ólæknandi sykursýki, fjórir voru með sykursýki 2 og tveir voru með sykursýki 1. Þeim bauðst öllum það einstaka tækifæri að fara í 30 daga í burtu frá heimili sínu og höfðu þau ekki úr öðru að velja en að borða hráfæði. Samhliða mataræðinu hreyfðu þau sig og gerðu m.a. jóga en megináherslan var lögð á mataræðið og fræðslu um það.

Þetta ferli var algjör rússíbani hjá þeim og er magnað að horfa á myndina og sjá þau ganga í gegnum þetta. Samheldnin var mögnuð og studdu þau hvort annað allan tímann. Þetta var þeim alls ekki auðvelt og var einn sem gafst upp og fór heim. Enda klárlega ekki fyrir alla að fara í gegnum svona svakalega miklar breytingar á stuttum tíma.

Við komu voru þau hlaðin af verkjalyfjum og insúlíni. Þeim hafði áður verið sagt að sykursýki þeirra væri ólæknandi og gerðu þau þ.a.l. ekkert svakalega miklar væntingar. Þau voru undir eftirliti lækna allan tímann og voru þau mæld á hverjum degi og ákvarðanir teknar í samræmi við það. Að 30 dögum loknum fóru voru þau öll hætt á insúlíni og laus við öll verkjalyf. Um leið og þau voru laus við aukaverki lyfjanna, og búin að hreinsa sig af ruslfæðinu sem þau hefðu verið á, voru þau allt önnur. Breytingarnar á blóðsykri þeirra voru magnaðar og var orðin betri en venjulegur eftir þessa 30 daga á hráfæði. Meira að segja þeir sem voru með sykursýki 1, sem er oft talið erfðatengt, náðu fullum bata. Þeim leið öllum svo vel og voru komin með nýja sýn á lífið. Auk þess voru þau farin að hugsa skýrar og voru staðráðin í að halda áfram að lifa þessum lífsstíl.

Ég mæli klárlega með þessari mynd, sama hvort þú ert með sykursýki eða ekki. Hún er algjörlega mögnuð. Ég veit ekki hvernig lífi þetta fólk er að lifa í dag, en þessi mynd sýnir klárlega hversu mikil áhrif mataræðið hefur á líkamlega og andlega heilsu okkar.

Hér er myndin í heild sinni:

Í lok myndarinnar (1:27:15) er tekið fram að ef þú ert á insúlíni eða að taka inn blóðsykurskortsmeðal (oral hypoglycemics) er ekki ráðlagt að prufa þessa aðferð nema að vera undir lækniseftirliti. Ef þú ert hinsvegar ekki á neinum lyfjum fyrir sykursýki, insúlíni eða að taka inn nein blóðsykurskortsmeðul er þér algjörlega óhætt að prufa þetta á eigin spýtum. Að snúa sykursýki við tekur mismunandi tíma fyrir mismunandi fólk.

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér