Njóttu Góðgætis

Sítrónuhráfæðiskaka

Þessa hráfæðisköku er ég búin að hafa í hausnum mjög lengi en lét loksins verða að því að gera hana. Hún er fáranlega góð þó ég segi sjálf frá. Hún er ekki of súr en heldur ekki of sæt, fullkomlega fersk og góð. Ég ákvað að gera litla uppskrift vegna þess að hráefnið er dýrt í hana og myndi ég segja að þetta sé mátuleg stærð fyrir 3-4 manns. En þér er frjálst að stækka uppskriftina ef þú vilt hafa hana stærri. Galdurinn við að hafa kökuna silkimjúka er að blanda sítrónuö og vanillulagið nógu lengi í blandaranum.

Sítrónuhráfæðiskaka

Botn

 • 100g döðlur
 • 30g kókosmjöl
 • 20g haframjöl
 • 1/2 msk fljótandi kókosolía
 • hnífsoddur gróft salt

Sítrónulag

 • 2 dl ferskt mangó
 • 1,5 dl útbleyttar kasjúhnetur
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1 tsk lífrænn sítrónubörkur
 • 1 dl fljótandi kókosolía 
 • hnífsoddur gróft salt

Vanillulag

 • 1,5 dl útbleyttar kasjúhnetur 
 • 75 ml fljótandi kókosolía
 • 1/2 tsk vanilluduft
 • 1 msk hlynsíróp
 • 1/2 tsk sítrónusafi
 • 50 ml vatn
 • hnífsoddur gróft salt
 1. Byrjaðu á því að leggja 250g af kasjúhnetum í bleyti í 2-3 klst.
 2. Til að gera botninn setur þú öll innihaldsefnin saman í matvinnsluvél þar til að allt er vel blandað saman. Þjappaðu botninum niður í lítið form (mitt var 15 cm í þvermál) sem er klætt bökunarpappír. Settu formið í frystinn.
 3. Til að gera sítrónulagið setur þú allt í blandara og láttu hann blanda þessu vel og lengi saman þar til að þetta er orðið silkimjúkt.
 4. Taktu formið úr frystinum og bættu sítrónulaginu ofan á botninn. Settu kökuna aftur í frystinn.
 5. Til að gera vanillulagið setur þú öll innihalsefnin í blandara og blandar þar til þetta er orðið silkimjúkt.
 6. Taktu kökuna úr frystinum og bættu vanillulaginu ofan á og settu hana síðan aftur í frysti.
 7. Kakan ætti að verða tilbúin eftir 2-3 klst í frysti en gott er að láta hana standa í 30 mín áður en maður gæðir sér á henni.

Njóttu vel

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply