Njóttu Millimála

Rauðrófuhummus

Hummus er eitt það besta sem að þú getur átt í ísskápnum þínum til að gæða þér á milli mála. Ekki er verra að eiga nokkrar krukkur í frystinum líka til að taka út þegar að það er mikið að gera hjá manni og lítill tími til að útbúa sér hummus. Ekki það að það taki mikinn tíma að útbúa sér hummus, það er leikur einn og finnst mér það í rauninni bara mjög gaman. En það besta við hummus er að maður fær aldrei leið á honum því maður gerir aldrei sama hummusinn. Hummus er eitthvað sem maður býr sér til út frá því hvað er til í ísskápnum og í hvaða stuði maður er í. Nýverið útbjó ég mér rauðrófuhummus og ætla ég að deila með þér uppskriftinni af honum. En hann er algjör veisla fyrir bragðlaukana og gullfallega bleikur að lit.

Rauðrófuhummus

  • 100g bökuð rauðrófa
  • 300g kjúklingabaunir, soðnar
  • 1 msk tahini
  • 100 ml ólífuolía
  • 1/3 hvítlauksgeiri
  • 3 msk sítrónusafi
  • 1 tsk engifer
  • 2 tsk salt
  1. Settu öll innihaldsefnin saman í matvinnsluvél þar til að þetta er orðið silkimjúkt.

Njóttu vel!

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply