Jólanna Njóttu Góðgætis

Ómótstæðilegar karamellustangir

21. júní, 2018

Það er fátt sem jafnast á við að eiga þessar unaðslegu karamellustangir til í frystinum. Þær bráðna í munni og eru upplagðar að njóta með ískaldri möndlumjólk eða góðu tei. Ég elska hvað það er auðvelt að útbúa svona góðgæti og tekur enga stund fyrir það að verða tilbúið í frystinum. Eins finnst mér mjög gaman að hanna uppskriftir eins og þessa þar sem að fá en gæðamikil hráefni koma við sögu.

Ómótstæðilegar karamellustangir

Súkkulaðihjúpur
 • 100 ml kókosolía
 • 50 ml kakósmjör
 • 1,5 dl hrákakó
 • 70 ml hlynsíróp
 • 2 msk kókosþykkni
 • gróft salt
 1. Byrjaðu á því að bræða kókosolíuna og kakósmjörið.
 2. Hrærðu síðan öllum innihaldsefnunum vel saman og láttu þetta standa meðan að þú útbýrð karamelluna.
 3. Settu svo smá súkkulaðihjúp í botninn á konfektforminu áður en að þú setur karamelluna í það.
Karamellan
 • 150g döðlur
 • 4 msk hnetusmjör
 • 6 msk kókosþykkni
 • 1/4 tsk vanilluduft
 • gróft salt
 1. Ef að döðlurnar eru harðar er gott að mýkja þær með því að láta þær liggja í sjóðandi heitu vatni í smá stund.
 2. Skelltu síðan öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél og láttu hana vinna þar til að þetta verður silkimjúkt.
 3. Settu síðan karamellu í forminn og settu svo meiri súkkulaðihjúp yfir. Settu þetta síðan aftur í frysti.

Margir spyrja mig að því hvað vanilluduft sé og hvar það er að finna. Ég nota þetta hér frá Sonnentor og fæst það m.a. í Heilsuhúsinu. Svona askja dugar heillengi því að maður þarf svo örlítið af þessu til að gefa góðan vanillukeim.

Gott að vita

 • Ef að þú átt ekki konfektform er auðvitað hægt að setja karamelluna í ferningslaga form og frysta hana þannig. Þá skerð þú hana svo í litla teninga og dýfir henni í súkkulaðihjúpinn og frystir síðan aftur. En karamellustangirnar verða að geymast í frysti og bráðna fljótlega við stofuhita. 
 • Kókosþykkni er þykki hlutinn af kókosmjólk. Það er gott að setja kókosmjólkina aðeins inn í ísskáp til að þykknið aðskilji sig kókosvatninu en það þarf samt ekkert endilega. Oftast er þetta ágætlega aðskilið þegar maður opnar dósina.

  Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér