Lærðu

Ofurfæðurnar frá Your Super

Netverslunin tropic.is er alveg til fyrirmyndar er varðar gæði, umhverfisvernd og hreinleika. Ég mæli heilshugar með þessari netverslun og langar mig því að skrifa nokkrar línur um eitt af fallegu vörumerkjunum sem þau flytja hingað inn til landsins; ofurfæðuvörurnar frá Your Super. Ég fékk nokkrar vörur að gjöf án þess að skuldbinda mig um að fjalla neitt sérstaklega um þær, en mér líkar svo vel við þær að mig langar svo innilega að fræða ykkur um þær og ofurfæður almennt.

En hvað er málið með þessar ofurfæður og af hverju eru þær orðnar svona vinsælar?

Málið er að hefðbundið mataræði okkar í dag er í flestum tilvikum ekki að innihalda nægilegt mikið magn af ávöxtum og grænmeti. En í grænmeti og ávöxtum er gífurlegt magn af heilsufarsbætandi efnum sem að styðja við heilsu okkar og vellíðan. Þessi efni geta hjálpað okkur bæði að fyrirbyggja og að takast á við lífsstílstengda kvilla. Hér á litlu sætu eyjunni okkar höfum við bara takmarkað úrval af ferskum ávöxtum og grænmeti. Hér sjáum við út í búð ávexti og grænmeti sem að í flestum tilfellum er búið að flytja hingað langt að og því ekki hægt að ætlast til að hér sé sama úrval af ávöxtum eins og t.d. á Hawai. Ég hef því lengi verið mjög spennt fyrir ofurfæðum en það eru afurðir úr plönturíkinu sem hafa mikla heilsufarsbætandi eiginleika. Mér finnst mjög mikilvægt að ofurfæður séu partur af mínu mataræði því ég vil gefa líkamanum mínum allt það besta svo að ég geti upplifað líkamlegt og andlegt heilbirgði til að geta notið lífsins til fulls.

Vörurnar frá Your Super eru mjög gæðamiklar en þær eru allar vegan, lífrænar og innihalda engin aukaefni. Þær eru samansettar með mikilli hugsjón og útpældar af næringarfræðingum. Ég hef verið að nota þessar 4 blöndur hér að ofan og elska ég að lauma þeim í þeytinga, ísa og heita drykki. Ég skal fræða ykkur um hverja vöru fyrir sig og hvernig ég hef verið að nota hana.

Super Green

Þessi blanda inniheldur hveitigras, bygggras, baobab, moringa, chlorellu og spirulinu. Innihaldsefnin eru lífræn og mjög góð fyrir t.d. ónæmiskerfið. En allt sem er grænt er mjög öflugt fyrir líkama okkar og er sérstaklega gott fyrir að koma í veg fyrir & tækla lífsstílstengda kvilla. Flestir ná ekki að borða nóg af grænu grænmeti í mataræðinu sínu og þess vegna finnst mæli ég mikið með að nota grænar ofurblöndur eins og þessa til að skella í græna drykkinn. Þessi blanda hér er í líka svo fagurgræn að lit og alls ekki vond á bragðið.

Grænn ofurþeytingur

  • 1 bolli frosinn ananas
  • 1 frosinn banani
  • 3 dl plöntumjólk eða vatn
  • 1 cm lífrænt engifer
  • 1 lúka spínatkál,
  • 1 tsk af super green og
  • 1 msk sítrónusafi og ríf smá af berkinum ef sítrónan er lífræn

Forever Beautiful

Þessi blanda inniheldur andoxandi ofurfæður sem eru sérstaklega góðar fyrir húðina. Þetta eru chia fræ, acerola, acaí, bláber, maqui og maca. Ég hef verið að setja þessa blöndu í þeytinga og sérstaklega bleika berjaþeytinga. Þá set ég t.d. frosið mangó, plöntumjólk, frosin ber og þessa blöndu. Jafnvel smá vanilluduft líka þegar að ég á það til.

Golden Mellow

Þessa blöndu nota ég mjög mikið til að gera Túrmerik Latte. Þá set ég 1 tsk af blöndunni í 2,5 dl upphitaðari möndlum´jólk og hræri saman við. En ég elska að hefja eða enda daginn með túrmerik lattei. Blandan inniheldur túrmerik, ashwagandha, kanil, pipar, engifer og lucuma. Þessi blanda er líka sérstaklega góð við kvefpestum enda bæði túrmerik og engifer með þann eiginleika að hjálpa til við að minnka bólgur í líkamanum. Þó að ég noti þessa blöndu mest í túrmerik latte, þá er hægt að nota hana í matargerð í pottrétti, í kaldar sósur, í gula þeytinga eða ísa.

Magic Mushroom

Þetta er eina blandan sem mér finnst vera vond á bragðið svo ég hef verið að prufa mig mikið áfram með hana. En það sem ég hef komist að er að það er best að nota hana í ceremonial cacao sem er með fullt af kryddum eða þá að setja hana í ískaldan bananadrykk. Þá set ég bara 1 tsk af blöndunni með frosnum bönunum og plöntumjólk í blandara sem kemur mjög vel út. En þessi blanda er sérstaklega hugsuð til að lágmarka streitu og slaka á taugakerfinu. Hún inniheldur cacao, chaga, ashwagandha, reishi, lucuma og kanil.

Ásamt því að Your Super sé með fullt af skemmtilegum ofurblöndum í boði þá eru þau einnig með orkustangir sem innihalda 1 dagskammt af ofurfæðunum sem er mjög sniðug leið til þess að koma ofurfæðunum í mataræðið. Ég smakkaði þessar fjórar sem eru á myndinni hér fyrir ofan og fannst þær allar góðar. Mjög sniðugt að hafa svona orkubombu á sér í vinnunni eða þegar maður er á flakki.

Mig langar að vekja athygli á einni vöru í viðbót frá Your Super en það er hormónablandan sem heitir Moon Balance. Það eru margar konur að upplifa að hormónakerfið sé í ójafnvægi og þessi blanda hefur verið að hjálpa þeim að koma því aftur í jafnvægi. Ég er nýbúin að tryggja mér eitt eintak af blöndunni og hef verið að setja hana í kakóið mitt og í þeytinga.

Ég mæli heilshugar með þessum vörum frá Your Super og á klárlega eftir að prufa fleiri blöndur. Vörurnar frá Your Super fást m.a. í Hagkaupum og í Bæjarlind 2 þar sem Tropic er með verslun. Ég minni svo á að ég fjalla aldrei um vörur sem ég mæli ekki með út frá mínu sanna hjarta, ég meina því hvert orð sem ég skrifa hér um þessar frábæru vörur sem ég veit að geta bætt bæði heilsu og vellíðan fólks og hvet alla til að kíkja á.

Ást,

Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply