Featured Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Mitt uppáhalds pasta

Pasta er eitt af því fyrsta sem ég lærði að matreiða í eldhúsinu heima og gerði ég mikið af því, kannski aðeins of mikið. Það var oftast gert með skinku, rjómaosti, smurostum og örlitlu grænmeti. Í dag er staðan aðeins önnur þar sem að ég hef alveg hætt að neyta dýraafurða og hvítt pasta fer alls ekki vel í mig. Það var því smá skellur þegar að ég þurfti að læra að gera pasta á mjólkurlausan & glútenlausan máta á sínum tíma og var þá ekki til allt þetta frábæra úrval af mjólkurlausum vörum út í búð líkt og í dag. En þegar að viljin er fyrir hendi, þá finnur maður leið til þess að borða það sem manni langar í með því hráefni sem er til staðar sinni. Mig langar því að deila með þér uppskrift af pasta sem að ég geri mjög oft á mínu heimili en það geri ég með glútenlausu pasta. En það er mikið til af glútenlausu pasta á Íslandi sem að er frábært! Ég er mjög hrifin af pastanu frá doves farm sem fæst í Heilsuhúsinu en það er gert úr brúnum hrísgrjónum.

Mitt uppáhalds pasta

 • 200g glútenlaust pasta
 • 1 dós kókosmjólk frá biona
 • 5 msk næringarger
 • 1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum
 • 1 rauð paprika
 • 1 hvítlauksrif
 • 250 g kastaníusveppir
 • 1 tsk paprikukrydd
 • 1 msk tamarisósa
 • 1 tsk tómatpúrra
 • 1-2 tsk gróft salt
 1. Byrjaðu á því að sjóða pastað. Það gerir þú með því að sjóða vatn í potti, setja pastað útí þegar suðan kemur upp ásamt smá slettu af ólífuolíu og salti. Hrærðu í þessu aðeins fyrst svo að pastað klístríst ekki saman. Síðan smakkar þú pastað eftir 7-10 mín og athugar hvort það sé orðið tilbúið. Þegar að það er tilbúið lætur þú renna kalt vatn á það.
 2. Byrjaðu á því að skera allt grænmetið niður. Settu svo sveppina, hvítlaukin og paprikuna á pönnu í stutta stund ásamt örlitlu vatni.
 3. Næst bætir þú paprikukryddinu, tamarisósunni, tómatpúrru, salti, sólþurrkuðum tómötum, næringargeri og kókosmjólk saman við.
 4. Láttu þetta malla í 15 mín eða þar til að unaðsleg sósa hefur orðið til. Því lengur sem hún fær að malla, því betri verður hún.
 5. Hrærðu svo pastanu saman og leyfðu því að hitna.
 6. Gott er að bera þetta svo fram með klettasalati, ólífum og smátt skornum rauðlauk.
Pastað er sko alls ekki síðra kalt daginn eftir en það má auðvitað hita það upp líka í litlum potti.

Ég vona að þessi uppskrift muni koma að góðum notum og þú mátt endilega deila með mér hvernig þér fannst hún.

Þessi færsla var gerð í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply Jóna 21. maí, 2019 at 20:26

  Svakalega gott 👍👍👍

 • Leave a Reply