Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Kjúklingabaunapönnukökur

Ég komst að því um daginn að það er hægt að gera hinu einföldustu pönnukökur með örfáum innihaldsefnum. Það besta við þær eru að þær eru glútenlausar og vegan. En aðalinnihaldsefnið er kjúklingabaunahveiti sem að er ótrúlega auðvelt að vinna með. Þetta hveiti er mjög hlutlaust og getur maður því leikið sér endalaust með bragðið á því og sett þau krydd sem að passa með hráefninu hverju sinni.

Það er hægt að skella hverju sem þér dettur í hug í þessar pönnukökur en ég ætla að deila með þér minni uppáhaldssamsetningu og ómótstæðilegri sinnepssósu.

Kjúklingabaunapönnukökur

 • 2 dl kjúklingabaunahveiti
 • 2 dl vatn
 • 1/4 tsk túrmerik
 • 1/4 tsk hvítlauksduft
 • gróft salt
 1. Hrærðu saman öllum innihaldsefnunum með písk þar til að þetta er kekkjalaust.
 2. Hitaðu pönnukökupönnu á eldavélinni á meðalhita.
 3. Pennslaðu pönnuna með kókosolíu og dúmpaðu létt yfir með viskustykki eða pappír svo að pannan sé ekki alveg löðrandi í olíu.
 4. Ausaðu deiginu yfir pönnuna og fjarlægðu hana af með pönnukökuspanna þegar hún er tilbúin. Það þarf alls ekki að snúa pönnukökunni við til að baka hana hinum megin.

Sinnepsósa

 • 180 g kasjúhnetur
 • 200 ml vatn
 • 1/2 msk sítrónusafi
 • 1 tsk eplaedik
 • 1/4 tsk gróft salt
 • 3 tsk sinnep
 • 3 tsk hlynsíróp
 • 1/2 tsk ítölsk kryddblanda frá pottagöldrum
 1. Skelltu öllum innihaldsefnunum saman í litla matvinnsluvél og blandaðu saman þar til að þetta er orðið silkimjúkt.

Fyllingin

Ég bakaði portobello sveppi og brokkolí í ofni með ólífuolíu og salti. Síðan blandaði ég þessu saman við hýðishrísgrjón og sólþurrkaða tómata. Auk þess skellti ég lambhagasalati, kóríander og silkimjúku avacado inn í sem að setti alveg punktinn yfir i-ið. En ég hvet þig til að nota það grænmeti sem að þú átt hverju sinni, ekki flækja hlutina að óþörfu.

  Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply