Njóttu Góðgætis

Hnetusmjörs”skálar”

19. nóvember, 2016

Hver kannast ekki við Reese’s peanut butter cups frá Herseys? Þetta nammi svipar allavega mjög mikið til þess og það tekur enga stund að útbúa það. Það er því tilvalið að græja þetta þegar að sykurpúkinn kallar á mann eða þegar maður vill eiga eitthvað með kaffinu handa gestum.

Hnetusmjörs”skálar”                              –                                 7 stk.

Súkkulaðið

  • 1/2 dl fljótandi kókosolía
  • 1/2 dl kakó
  • 1/4 dl hunang
  • örlítið gróft salt

Fylling

  • Gróft hnetusmjör
  1. Hrærðu öllu vel saman og settu ca. 1/2 tsk af súkkulaðinu í hvert múffuform. Taktu múffuformið og veltu því aðeins í hringi svo að súkkulaðið myndi smá kant á hliðunum.
  2. Settu múffuformin í eldfast mót og beint inn í frysti.
  3. Eftir smá stund er súkkulaðið harnað í frystinum. Þá tekur þú það út aftur og setur 1/2 tsk af grófu hnetusmjöri í skálarnar og dreifir vel úr því með puttunum.
  4. Settu súkkulaðið ofan á hnetusmjörið og settu formin inn í frysti aftur.

Þetta er ekki flóknara en þetta en samt er þetta æðislega gott. Oft er einfaldleikinn bestur.

photo-26-10-2016-16-51-59Njóttu vel!

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér