Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Föstudagsflatbakan

23. febrúar, 2018

Ó hvað ég gæti skrifað langan pistil um það hversu mikið ég elska pizzu eða flatböku eins og maður segir á góðri íslensku. En heimatilbúin flatbaka er klárlega uppáhaldsmaturinn minn. Mig hefur lengi dreymt um að búa til góða uppskrift af flatbökubotni sem að er glútenlaus og tekur ekki langan tíma að útbúa. Eftir smá tilraunastarfsemi er ég sátt með útkomuna og ætla að deila henni með þér með von um að þér líki hún jafnvel og mér.

Flatbökusósa

 • 2 dl biona passata með basil
 • 2 msk tómatpurra
 • 1 hvítlauksrif
 • 1 tsk hlynsíróp
 • 1 tsk gróft salt
 • smá pipar
 1. Hrærðu þessu öllu saman í skál.

Glútenlaus flatbökubotn        –       2 botnar

 • 3 dl kjúklingabaunahveiti
 • 2 dl bókhveiti
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 3 msk kaldpressuð ólífuolía
 • 120 ml sjóðandi vatn
 • smá gróft salt
 1. Blandaðu fyrst þurrefnunum saman í stóra skál.
 2. Bættu síðan vatninu og ólífuolíunni saman við.
 3. Hnoðaðu þessu saman og skiptu deiginu í tvennt.
 4. Síðan sáldrar þú smá bókhveiti eða kjúklingabaunahveiti yfir annan helminginn og fletur það út með kökukefli. Ég mæli með að hafa botninn frekar þunnann.
 5. Settu síðan flatbökusósu, vegan ostinn og þitt allra uppáhalds grænmeti.
 6. Þegar að allt er komið á pizzuna setur þú hana inn í ofn við 180°C á blæstri í 15-25 mínútur, fer eftir því hversu þunnur botninn er.

Þessi heimagerði vegan ostur er svo góður á þessa flatböku en þú finnur uppskriftina af honum hér.

Hugmyndir að samsetningum á grænmetispizzu

Það er hægt að leika sér endalaust með samsetningu á grænmeti á flatbökur, en aðalatriðið er að drekkja ekki flatbökunni í grænmeti. Minna er meira á algjörlega við hér.

 • Brokkolí, döðlur, rauðlaukur og kasjúhnetur
 • Sveppir, sólþurrkaðir tómatar og blaðlaukur
 • Ætiþistill, sæt kartafla, tómatar, hvítlaukur og furuhnetur
 • Tómatar, sólþurrkaðir tómatar, laukur, hvítlaukur og fersk basil
 • Sæt kartafla, sveppir, rauðlaukur, sólþurrkaðir tómatar og óreganó
 • Sveppir, brokkolí, engifer, döðlur, sólþurrkaðir tómatar og kasjúhnetur

Njóttu vel <3

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér