Njóttu Safa og Þeytinga

Limeþeytingur

Mér líður alltaf jafn vel þegar að ég fæ mér grænan þeyting og fæ ég oft mjög sterka löngun í hann þegar að ég er búin að vera í einhverju sukki. Þessi græni þeytingur er í sætari kantinum og er tilvalin til að grípa í þegar maður er komin með leið á hinum hefðbundna. Hann er einnig tilvalin fyrir þá sem langar að byrja að borða meira hollt og eru ekki tilbúnir í mikið grænt bragð. Þetta er minn uppáhaldsþeytingur í augnablikinu og slær hann líka í gegn hjá syni mínum sem er á 2. ári.

Limeþeytingur

 • 300 ml heimatilbúin möndlumjólk eða önnur plöntumjólk
 • 1/2 lífrænt avacado (60g)
 • 100g lífræn pera
 • 1/4 tsk vanilluduft
 • 1 lúka mynta (má sleppa)
 • 1/2 tsk börkur af lífrænu lime
 • 2 msk lime safi
 • 1/2-1 lúka spínat
 • klakar
 1. Skelltu öllum innihaldsefnunum, fyrir utan klaka, saman í blandara þar til að þetta er orðið silkimjúkt.
 2. Bættu þá klakana saman við og láttu blandarann blanda aðeins lengur.

 Skál í botn!

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply