Flokkur

Hugsaðu

Hugsaðu

Skipulag margborgar sig

12. september, 2015

Margir mikla það fyrir sér og finnst tímafrekt að borða hollt mataræði. Það er að sjálfsögðu fljótlegra að stoppa í lúgunni á skyndibitastað og/eða borða örbylgju”mat”. En þá getur þú átt von á því að þurfa að eyða miklum tíma ævinnar að borga það upp með slæmu heilsufarsástandi eins og t.d. andlegum kvillum, meltingarvandamálum, ofþyngd, sykursíki, hjartasjúkdómum, og fl. sjúkdómum sem eru óvelkomnir inn í líf manns. Er þessi tími þá sem sparaður var með skyndibitanum þess virði? Mikil vellíðan sem fylgir…

Lesa meira

Hugsaðu

Tekur þú ábyrgð á eigin heilsu?

25. ágúst, 2015

Samfélag okkar er rosalega lyfjasinnað að mínu mati. Mörgum landsmönnum finnst sjálfsagt að fæla í burt verki, hvort sem þeir eru andlegir eða líkamlegir, með lyfjum. Það er óneitanlega erfitt að lifa lífinu til fulls með krónískum verkjum og í svoleiðis ástandi er erfitt að fara jákvæður í gegnum lífið. Enn á sama tíma geta andlegir og líkamlegir verkir verið mikilvæg skilaboð til okkar um að vera vakandi fyrir því sem er að gerast í líkama okkar. Verkir eru að…

Lesa meira

Hugsaðu

Fæðuóþol, hvað er það nú eiginlega?

13. ágúst, 2015

Sagan mín í stuttu máli Haustið 2010 var ég meira og minna rúmliggjandi vegna mikilla magakvala. Ég var mjög langt niðri, kvíðin og fór á þunglyndislyf en hætti þó fljótlega að taka þau. Ég fór til meltingarlæknis sem sagði mig með hægðatregðu og að ég yrði að hætta að reykja, minnka gosdrykkju og skyndibitaát. Ég skildi hvorki upp né niður í þessu öllu saman þar sem ég hef aldrei verið fyrir gos, reyki ekki og hef alltaf pælt mikið í…

Lesa meira

Hugsaðu

Sykurneyslan í heimsreisunni

21. júlí, 2015

Áður en ég lagði af stað í fjögurra mánaða heimsreisu mína hafði ég ekki neytt unnins sykurs í nákvæmlega heilt ár. Mér leið stórkostlega og langaði mig ekki í neitt sem innihélt hann. Þegar mig langaði að gera vel við mig í formi matar þá bjó ég mér til það sem mig langaði í. Eins og t.d. ís, súkkulaði, nammi, kökur, pönnukökur eða vöfflur. Allt þetta er hægt að gera án unnins sykurs og í rauninni bara allt sem manni…

Lesa meira

Hugsaðu

Af hverju er Coca Cola og aðrir gosdrykkir svona slæmir fyrir heilsuna?

15. janúar, 2015

Svona af því að jólin eru nýbúin þá verð ég aðeins að tala um gosdrykkju. Mig gjörsamlega svíður þegar ég sé foreldra gefa ungum börnum kók í tíma og ótíma og horfa svo á mann með svipnum —> ,,Æ það eru nú einu sinni jól”. Og hvað svo? Hvaða greiða eru foreldrar að gera börnunum? Er það af því að þau vilja sjálf fá sér kók þannig þau gjörsamlega verða að gefa börnunum líka af því þau nenna ekki að…

Lesa meira

Hugsaðu

10 ráð til þess að sleppa úr sykurvítahringnum

8. janúar, 2015

Vissir þú að það er sykur í öllu? Við vitum öll að það er sykur í nammi, sætabrauði og gosi. En vissir þú að það er sykur í t.d. brauði, sushi, eplamauki, tómatsósu, mjólkurvörum og langflestum tilbúnum vörum? Matvöruframleiðendur vita nákvæmlega hvernig þetta virkar, við verðum háð vörunni þegar þeir setja sykur í hana og okkur dauðlangar í meira. Þess vegna er mjög mikilvægt að við sem neytendur látum ekki plata okkur svona auðveldlega. Lestu vel á innihaldslýsingar á öllum…

Lesa meira

Hugsaðu

Af hverju kýs ég að sniðganga unninn sykur?

4. janúar, 2015

Þegar ég komst að því að ég væri með fæðuóþol og þurfti að taka út hvítan sykur kom það mér virkilega á óvart hvað það er sykur í gjörsamlega ÖLLU sem við borðum. Þetta var það sem var erfiðast að taka út á sínum tíma og ég fékk fljótt að sjá hversu mikið eitur og fíkniefni sykur er. Ég ‘’féll’’ oft í byrjun þegar ég var að reyna að losa mig við hvíta sykurinn og fékk sko aldeilis að kenna…

Lesa meira

Hugsaðu

Jafnvægi um jólin

16. desember, 2014

Það er mjög auðvelt að detta í stresspakkann og ætla að gera allt of mikið fyrir jólin. Þegar maður er kominn í stress- og áhyggjupakkann yfir hinum ótrúlegustu hlutum verða gjarnan sætindi okkur að bráð. Maður missir sig oft í smákökur, nammi og annað kruðerí því maður er að flýja vandamálin sem herja á manni. En af hverju? Af hverju þarf að gera allt fyrir jólin? Af hverju njótum við þess ekki að vera með okkar nánustu? Við þurfum ekki…

Lesa meira

Hugsaðu

Ert þú að gefa barninu þínu meiri sykur en þú heldur?

1. desember, 2014

Ég var stödd í matvöruverslun um helgina með 4. ára frænku minni. Við vorum að reyna að komast að samkomulagi um hvaða jógúrt skildi kaupa handa henni. Hún benti strax á létt drykkjarjógúrt með jarðaberjabragði frá MS og leit ég strax á innihaldslýsinguna sem var svohljóðandi; Léttmjólk, sykur, jarðaber(5%), undanrennuduft, sterkja, bragðefni, lifandi jógúrtgerlar. Ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt hissa að sjá sykurinn þarna í öðru sæti. Ég horfði í hvolpaaugu frænku minnar og sagði að…

Lesa meira

Hugsaðu

Lífrænt eða ekki?

30. október, 2014

Þegar þú ferð og verslar inn í matinn hugsar þú þá útí það hvaðan varan kemur? Eins og t.d. grænmeti og ávextir, skiptir uppruni þeirra þig máli? Það skiptir mig allavega mjög miklu máli og vona að það geri þig líka. Ég vil vita hvaðan varan kemur og ég vil vita hvort það sé búið að úða einhverju eitri á hana. Eins og við vitum öll þá búum við á eyju úti á hafi og það er margt sem við…

Lesa meira