Hugsaðu

Tekur þú ábyrgð á eigin heilsu?

25. ágúst, 2015

Samfélag okkar er rosalega lyfjasinnað að mínu mati. Mörgum landsmönnum finnst sjálfsagt að fæla í burt verki, hvort sem þeir eru andlegir eða líkamlegir, með lyfjum. Það er óneitanlega erfitt að lifa lífinu til fulls með krónískum verkjum og í svoleiðis ástandi er erfitt að fara jákvæður í gegnum lífið. Enn á sama tíma geta andlegir og líkamlegir verkir verið mikilvæg skilaboð til okkar um að vera vakandi fyrir því sem er að gerast í líkama okkar. Verkir eru að segja okkur eitthvað, hvort sem þeir eiga upptök í tilfinningum eða líkamsstarfsemi okkar. Þeir leiða athygli okkar að líkamlega svæðinu sem er að grátbiðja um hjálp.

Með því að lyfja sig of fljótt eða of mikið getur verið mistök, það getur misleitt okkur til að halda að við séum að læknast þegar við erum ekki að því. Ekki vera hrædd/ur við að mæta verkjum og að nota þá sem leiðarvísi til að hjálpa þér að koma líkama þínum í lag. Það gæti verið að þetta séu eina tungumálið sem líkaminn nær sambandi við þig með. Í staðin fyrir að fá okkur lyf í snatri, skulum við skoða afhverju við höfum verki og munstur líkamlegra verkja. Ertu með hausverk? Hvað borðaðiru í dag? Er eitthvað að angra þig andlega?

Þó að notkun verkjalyfja getur verið ákjósanleg á sumum stigum bataferlis, er nauðsynlegt að staldra við og spurja sig hvort að lyf séu manni alltaf nauðsynleg eða hvort þau hafi náð að trufla það sem verkir eru að segja okkur um ástand líkamans. Það er skelfilegt að vera verkjaður, en það er líka skelfilegt að vera háður verkjalyfjum sem valda ýmsum aukaverkunum.

Það er auðvelt að verða háður verkjalyfjum og geta þau ollið alvarlegum aukaverkunum. Lyfjafyrirtækin stjórna sjálf rannsóknum á lyfjum svo að þau færu sennilega ekki að birta rannsóknir sem eru þeim ekki í hag. Eins er talað um að læknar fái greitt fyrir að ávísa lyfjum, ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Það er sorglega auðvelt að fá áskrifuð lyf hjá læknum og vildi ég óska þess að þeir myndu vinna að rót vandans með fólki en ekki kvitta undir lyfseðil og kalla á næsta kúnna. Það eru sem betur fer einhverjir læknar að vakna til lífsins og er ég viss um að þeim muni fjölga með árunum sem er gríðarlega jákvætt.

image (2)Ég hef áhyggjur af því hvað það eru margir sem vilja hreinlega ekki taka ábyrgð á heilsu sinni og vilja fá lyf við öllu sem er að hrjá þá. Ég hef áhyggjur af því hvað það er mikið af ungu fólki á svefn-, þunglyndis- og kvíðalyfjum. Fólk verður háð þeim, lyfin hætta bráðum að virka og í framhaldinu eru sterkari lyf áskrifuð. Ég velti því fyrir mér hvernig ástand líkama míns væri ef ég væri á maga- og kvíðalyfjum og fengi þ.a.l. ekki verki þegar ég borða vitlaust eða hugsa á þann hátt sem líkami minn þolir ekki.  Ég væri sennilega uppblásin af bjúg og komin með fleiri heilsukvilla.

Ég elska að þegar ég borða eitthvað sem að líkami minn getur ekki melt fæ ég vísbendingu alveg um leið í formi verkja. Þá get ég alltaf brugðist við því á réttan hátt og forðast viðkomandi fæðu í framtíðinni. Það er magnað að hlusta á líkamann og fá skilaboð um hvað hann vill og hvað ekki. Ég fæ t.d. alveg jafn mikla verki ef ég borða eitthvað vitlaust og þegar eitthvað er að angra mig andlega. Ég er alltaf leidd áfram með því að hlusta á líkamann og get ég því brugðist við hverju sinni og unnið að rót vandans.

Það mikilvægasta sem þú getur gert fyrir sjálfa/n þig er að vinna að rót vandans, hvort sem hún er andleg eða líkamleg. Það er aldrei of seint að taka ábyrgð á sinni eigin heilsu og grípa til aðgerða. Ekki mikla það fyrir þér, þetta getur orðið skemmtilegasta og mikilvægasta ferli lífs þíns. Það eina sem þú þarft er að hafa jákvæðnina að vopni og líta á lífið í lausnum.

Líkami þinn segir þér allt sem þú þarft að vita og leiðir þig áfram að vinna að rót vandans. Þú þarft bara að hlusta. <3

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér