Featured Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Túrmeriklatte

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er langt frá því að vera að finna upp hjólið með því að birta uppskrift af túrmeriklatte. En það er mikið í uppáhaldi hjá mér og finnst mér það gera mér gott. Mér finnst það t.d. virka vel þegar að ég er með einhver kvefeinkenni og svo finnst mér það bara svo ofboðslega gott að ég fæ mér þetta oft þó að það sé ekkert einhvað sérstakt að angra mig.

Í svona túrmeriklatte nota ég m.a. túrmerik og engifer. En túrmerik&engifer búa yfir miklum lækningarmætti og eru m.a. bólgueyðandi. Engiferrót er einnig góð fyrir meltinguna, við kvefi og vinnur á ógleði. Ég nota oftast ferskt túrmerik og ferskt engifer en ég nenni stundum ekki að nota ferskt túrmerik þar sem að það er rosalega litarsterkt og það verður allt skærgult eftir það. En það er vissulega meiri virkni þegar að maður notar rótina ferska heldur en þegar maður notar hana malaða úr kryddglasi þó að það sé vissulega betra en ekkert túrmerik. Maður notar bara það sem maður á hverju sinni, það er enginn að leitast við fullkomnun.

Túrmeriklatte fyrir 2

 • 250 ml möndlumjólk
 • 1 msk kókosolía
 • 1 tsk túrmerikduft
 • 1 tsk engifer
 • 1 tsk hlynsíróp
 • 1/4 tsk kanill
 • 1/2 tsk sítrónusafi
 • smá gróft salt
 1. Ég byrja á því að rífa engiferið niður með rifjárni og set það ásamt öllum hinum innihaldsefnunum saman í pott og hita við vægan hita.
 2. Þegar að þetta er næstum því byrjað að sjóða tek ég þetta af hellunni og helli vökvanum yfir í 2 bolla í gegnum sigti.
 3. Því næst flóa ég mjólkina með flóara (keypti minn ódýran í tiger (þetta er ekki spons ;))

Það er ekki vitlaust að setja örlítinn svartan pipar í drykkinn en hann á að magna virkni túrmeriksins enn frekar.

Þá er bara að hoppa upp í sófa, undir teppi og njóta!

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply