Andaðu

Þorir þú að vera þú sjálf/ur?

19. ágúst, 2015

Í nútímasamfélagi er mikilvægt að minna sjálfan sig á að öll erum við einstök og enginn er eins. Þegar við fæðumst þá erum við 100% við sjálf en því miður verðum við meira vör um okkur þegar við eldumst. Við förum ósjálfrátt að hugsa um hvað aðrir segja, halda eða finnst um okkur og högum okkur út frá því.

Ert þú kassa-vön/vanur?

Það er ákveðin kassi sem fólk virðist lifa inn í og er það hrætt við að vera öðruvísi og fara út fyrir kassann. Það virðast allir eiga að vera í sömu fötunum, fara sömu lífsleiðina, vera með sama líkamsvöxtinn, eiga sömu hlutina og svo framvegis. Fólk er upptekið af því að sýna glansmynd af lífinu á samfélagsmiðlum þar sem allir eru að reyna sitt besta að uppfylla kröfur samfélagsins. Það getur verið erfitt að vera stöðugt að reyna að fylgja óraunhæfri ímynd samfélagsins um leið og maður gæti ekki verið fjarri sjálf-um/ri sér. Þetta veldur því að fólk ber sig saman við aðra og getur það stuðlað að kvíða, depurð og jafnvel þunglyndi.

Ertu hrædd/ur um að missa fólkið þitt ef þú ferð að vera þú sjálf/ur?

Þegar við erum stöðugt að reyna að ganga í augun á öðrum og haga okkur í samræmi við það missum við tengslin við okkur sjálf og vitum ekkert hver við erum lengur. Ekki reyna að vera einhver önnur manneskja til að þóknast öðrum eða til að passa inn í einhvern ákveðin hóp. Ef þú getur ekki verið þú sjálfur í kringum vini þína og/eða fjölskyldu þá ertu alls ekki að umgangast rétta fólkið. Umkringdu þig fólki sem þér líður vel í kringum og dregur fram það besta í þér. Þeir sem að taka þér eins og þú ert er einmitt fólkið sem þú vilt hafa í lífi þínu.

Hvað ætli fólk haldi?

Fólk sem er stöðugt að pæla í öðrum og tala um aðra er einmitt fólkið sem þorir ekki að fara út úr kassanum og vera það sjálft. Þetta stafar oft af óöryggi og segir meira um það sjálft heldur en þig. Ef þú ætlar að lifa lífinu eftir því hvað aðrir vilja og segja þá munt þú aldrei njóta lífsins né hafa gaman af því. Vertu ánægð/ur með þann magnaða einstakling sem þú ert og láttu engann hafa áhrif á lífsgleði þína.

Hver ert þú?

Þú ert algjörlega einstök manneskja og enginn í heiminum hefur sömu genasamsetningu, útlit, persónuleika eins og þú. Pældu í því. En hver ert þú? Veistu það? Ef þér finnst eins og þú hafir misst öll tengsl við sjálfa/n þig og veist ekki hver þú ert lengur þá mæli ég með því að vinna í innsæinu og ég segi meira frá því hér.

Vertu þú sjálf/ur

Það er svo mikið frelsi að vera 100% maður sjálfur og standa ávallt með sjálfum sér sama hvað aðrir segja. Manni líður svo vel með sjálfan sig og gjörsamlega blómstrar. Það er svo magnað að geta hlustað á hjartað sitt og geta treyst því fullkomlega að það leiði mann á réttan stað.

Við höfum öll mismunandi genasamsetningu, kynhneigð, persónuleika, trúarskoðanir og lifum í mismunandi umhverfi. Það er mikilvægt að hafa þetta í huga bæði hvað þig sjálfa/n varðar og fólkið í kringum þig. Taktu náunganum eins og hann er og fögnum fjölbreytileikanum.

Ást og kærleikur <3

Ykkar,

Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér