Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Regnboga Pad Thai

Uppáhaldsmaturinn hjá syni mínum er Pad Thai og eftir óhóflega margar heimsóknir á veitingastaðinn Mai Thai var komin tími á að mastera sjálf að gera gott Pad Thai í eldhúsinu heima. Eftir þá masteringu get ég með sanni sagt að það er ótrúlega einfalt að gera Pad Thai. Ég ætla þvíað deila með þér hvernig ég bjó það til og vona að þú njótir góðs af því.

Það er mjög sniðugt að lauma eins mikið af grænmeti með því til þess að það sé eins næringarríkt og kostur er fyrir litla sem stóra kroppa. Ég týndi því allskonar til í þessa uppskrift en það þarf alls ekki að nota nákvæmlega sömu hráefni og ég gerði. Notaðu bara það að sem þú átt til, treystu bragðlaukunum þínum í eldunarferlinu og vertu dugleg/ur að smakka til.

Innihaldsefnin sem að ég notaði

 • 1/2 laukur
 • 1/2 chilli
 • 2 hvítlauksrif
 • Ferskur engifer, 1-2 cm
 • 1/2 paprika
 • 250 g gulrætur
 • 1 kókosmjólk
 • 3 msk tamarisósa
 • 3 msk hnetusmjör
 • 1 tsk misomauk
 • Safi úr 1/2 límónu
 • 1,5 dl edamame baunir
 • Kasjúhnetur, ristaðar í ofni
 • Ferskt kóríander
 • Tófú, bakað í ofni
 • Spírur
 • Brúnhrísgrjónanúðlur*

Aðferð

 1. Þú byrjar á því að þurrka tófúið með viskustykki og skera það niður í góða teninga. Skvettu smá tamarisósu á það, hvítlaukskryddi (ef þú átt), pipar og bakaðu það svo í ofni við 180°C þar til að kantarnir eru orðinir brúnir.
 2. Næst mátt þú skera niður lauk, engifer, chilli og hvítlauksrif. Svissaðu þetta á pönnu á lágum hita upp úr smá vatni og salti (eða olíu fyrir þá sem kjósa það).
 3. Skelltu svo kókosmjólk, tamari, miso, límónusafa og hnetusmjör út á pönnuna.
 4. Gott er að ydda svo gulræturnar með grænmetisyddara eða skera þær niður í þunna strymla. Paprikuna má svo skera niður í þunna strimla. Legðu þetta til hliðar.
 5. Þá er komið að því að sjóða núðlurnar, byrjaðu á því að sjóða vatn í potti og lækkaðu á meðalhita eftir að suðan hefur komið upp. Settu þá núðlurunar útí og hafðu þær ofan í þar til að þær eru orðnar mjúkar.
 6. Sigtaðu svo vatnið frá núðlunum, bættu þeim varlega út á pönnuna ásamt gulrótunum og edamame baununum. Leyfðu baununum að þiðna alveg og gulrótunum að mýkjast.
 7. Berðu svo fram með ristuðum kasjúhnetum, ferskri papriku, ferskum kóríander, spírum og tófúi.

*Í veganbúðinni fást yndislegar hrísgrjónanúðlur sem gerðar eru úr brúnum hrísgrjónum og eru glútenlausar. Ég mæli mikið með þessum núðlum en þær eru á myndinni sem eru hér neðst niðri í færslunni. Þessar núðlur eru svo miklu betri fyrir meltinguna í samanburði við hvítar hrísgrjónanúðlur og maður finnur engan bragðmun á þeim.

Færslan var gerð í samstarfi við veganbúðina en ég mæli af öllu mínu hjarta fyrir alla að kíkja þangað og sjá fallega vöruúrvalið þar.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply