Njóttu Góðgætis Jólanna

Ómótstæðilegur súkkulaðibúðingur

30. ágúst, 2018

Þegar að ég hugsa um súkkulaðibúðing þá er það fyrsta sem kemur upp í huga minn Royal búðingur. En það var eitthvað sem að ég borðaði mikið af á mínum yngri árum enda var það afar hentugt og þægilegt að útbúa. En núna u.þ.b. 13 árum seinna er það ekki eitthvað sem ég myndi kaupa inn og útbúa fyrir fjölskylduna mína á góðu sunnudagskvöldi. Í dag vitum við svo miklu meira um mikilvægi hollrar fæðu fyrir heilsu og vellíðan heldur en að vitað var fyrir nokkrum árum. Ef við skoðum bara hver innihaldslýsingin er á royalbúðingi með súkkulaðibragði þá hljómar hún svona fyrir áhugasama:Sykur, kartöflusterkja, bindiefni (E450a, E341), kakó, salt, bragðefni. Þrátt fyrir að vilja ekki setja rusl ofan í mig lengur þá þýðir það alls ekki að ég útbúi aldrei neitt góðgæti fyrir mig og mína. Ég ákvað að taka royalbúðings nostalgíuna og útbúa alvöru súkkulaðibúðing sem að inniheldur næringarefni, holla fitu og er laus við öll aukaefni. Hann er mjög góður og líður manni vel í maga á eftir að hafa borðað hann. 2 ára sonur minn dillaði sér þegar að hann fékk að smakka og eru það bestu meðmæli sem ég get fengið en hann dillar sér alltaf þegar að hann borðar eitthvað sem að honum finnst mjög gott.

Súkkulaðibúðingur

 • 200g avocado
 • 1 biona kókosmjólk – notar bara þykka partinn
 • 1,5 dl hrákakó
 • 80 ml döðlusíróp
 • 3 msk kókospálmasykur
 • 3 msk kókosolía
 • 3 msk möndlusmjör
 • 1/2 tsk vanilluduft
 • gróft salt
 1. Skelltu öllum innihaldsefnunum saman í matvinnsluvél eða blandara og láttu vinna þar til blandan er orðin silkimjúk.
 2. Búðingurinn geymist í kæli í 2-3 daga.

Ef að þú ákveður að nota ekki hrákakó þá myndi ég setja minna af kakói. Settu lítíð í einu og vertu stöðugt að smakka búðinginn til með kakóinu. 

Búðingurinn geymist vel í loftþéttu íláti í kæli í allavega 3-4 daga. Einnig er alveg tilvalið að njóta hans með íslenskum jarðaberjum – þau setja sko punktinn yfir i-ið. 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply