Hugsaðu

Kombucha Iceland

Ég get með sanni sagt að kombuchað frá íslenska fyrirtækinu; Kombucha Iceland er það allra besta og gæðamesta sem ég hef smakkað. En áður en að það kom íslenskt kombucha á markað var ég að leita af erlendu kombucha hér & þar og jafnvel gera mér sér ferðir í búðir sem að seldu það. Það gladdi því hjarta mitt afar mikið þegar að ég heyrði af fyrirtækinu Kombucha Iceland í fyrsta skipt, en þau komu með sitt kombucha á markað í ágúst 2017 og varð ég strax heilluð af því. Það er því löngu komin tími á að skrifa um þennan heilsubætandi drykk og jákvæðu áhrifin sem ég hef upplifað á mínum eigin líkama við neyslu hans.

Á bakvið fyrirtækið; Kombucha Iceland standa yndisleg hjón, þau Ragna Björk Guðbrandsdóttir og Manuel Plasencia Gutierrez. Þau hafa bæði mikla ástríðu fyrir kombucha og voru búin að vera að gera sitt eigið kombucha löngu áður en þau fóru að hefja eigin framleiðslu á því til að setja í búðir. Það skiptir þau miklu máli að nota gæðahráefni í framleiðsluna og nota þau eins mikið af íslenskum & lífrænum hráefnum og hægt er. Mér finnst t.d. mjög gott í hjartað að vita af því að það sé íslenskt vatn notað í kombuchað. Enda vitum við öll að íslenskt vatn er það besta í heimi. Það er líka bara eitthvað við það að drekka drykk sem þú veist að hefur verið útbúin af kærleiksríkri fjölskyldu með ástríðu fyrir framleiðslunni.

Hvað er kombucha?

Fyrir þá sem ekki vita þá er kombucha gerjað svart eða grænt te sem að inniheldur fullt af góðgerlum og fl. heilsufarsbætandi efnum. Við gerjunina myndast smá alkahól í drykknum, en aldrei yfir 0,5%. Álíka magn af alkahóli má finna í appelsínusafa sem hefur staðið á borðinu í smá tíma eða jafnvel banana. Í raun gerjast allt í kringum okkur, allt sem hefur einhvern sykur í einhverju formi. Það er því í lagi að gefa t.d. krökkum kombucha drykkinn ef þau sýna honum áhuga. Hinrik Berg strákurinn minn elskar að fá smá kombucha með mér í glas og gef ég honum þá bara 1-2 dl í senn og þetta er alls ekki eitthvað sem hann fær daglega.

Til gerjunarinnar er notaður lífrænn reyrsykur sem að brotnar mestmegnis niður í ferlinu og í lokaafurðinni er 1,5 gr af sykri. Sjálf er ég mjög viðkvæm fyrir sykri og ég finn ekki fyrir neinum einkennum eftir að hafa drukkið kombucha. Enda er notað eins lítið og hægt er við gerð drykkjarins og drykkurinn er mjög ferskur og langt frá því að vera eitthvað súper sætur á bragðið.

Kombucha Iceland er með fullt af skemmtilegum bragðtegundum eins og t.d. krækiberja, spirulina, engifer og allt eru þetta hráefni sem að eru talin vera mjög góð fyrir heilsuna. Þannig að það er misjafnt eftir bragðtegundum hvaða eiginleikum kombuchað býr yfir.

Það hafa ekki verið gerðar miklar rannsóknir á kombucha þrátt fyrir að þetta sé aldagömul aðferð er kombucha alls ekki nýtt á markaðnum þó það sé stutt síðan að það hlaut vinsælda í heilsuheiminum. Það þarf að fara varlega í að fullyrða heilsufarsbætandi eiginleika kombucha og þarf hver að finna á sínum eigin líkama hvað varan gerir fyrir sig. Sem er reyndar raunin með allt sem við gerum fyrir okkur, mikilvægast af öllu er að við metum fyrir okkur hvað er gott fyrir okkur með því að hlusta á líkamann okkar.

Mín reynsla

Það að drekka kombuchað frá Kombucha Iceland hefur reynst mér mjög vel og þá sérstaklega fyrir meltinguna mína. Meltingin er miðja alls að mínu mati og hefur áhrif á andlegu heilsuna okkar, húðina, ónæmiskerfið, næringarupptöku og lífskraftinn. Þannig að þegar að meltingin mín er góð er ég svo miklu orkumeiri, lífsglaðari og í betra jafnvægi. Það skiptir mig því miklu máli að hlúa vel að meltingunni og finnst mér kombuchað vera stór liður í því.

Mér finnst allar bragðtegundirnar af kombucha góðar og á erfitt með að velja eina uppáhalds. Ég elska að fá mér kombucha til að dekra við mig eins og aðrir myndu kannski dekra við sig með víni. Það er t.d. miklu skemmtilegra að svara tölvupóstum og gera aðra tölvuvinnu þegar að maður er með kombucha í fallegu glasi við höndina. Einnig finnst mér gaman að mæta með nokkrar bragðtegundir í matarboð.

Helstu sölustaðir

Kombucha fæst nú um allt land og er mjög sniðugt að skoða þetta kort hér til þess að sjá hvar þú getur fundið kombucha í þínu nágrenni. En helstu sölustaðir eru m.a. Krónan, Hagkaup, Fjarðarkaup, Brauð & Co, Nettó, Veganbúðin, Bio Borgari og Gló.

Það eru einnig komnir nokkrir áfyllingarstaðir fyrir kombuchað þar sem að þú getur mætt með þína eigin flösku og fyllt á. Slíkir áfyllingarstaðir eru m.a. á veitingastaðnum Mama Reykjavík, Mamma veit best í Kópavogi, Frú laugu og Veganbúðinni. Það er mjög sniðugt að nýta sér þennan möguleika að fylla á flöskurnar sínar sjálfur í stað þess að vera alltaf að kaupa fleiri og fleiri flöskur sem þarf svo að endurvinna.

Þessi færsla var í gerð í samstarfi við Kombucha Iceland en þetta eru vörur sem ég mæli heilshugar með og vil glöð lyfta upp á mínum miðli. Ég elska lítil gæðamikil fyrirtæki sem að er annt um heilsuna, umhverfið og skilja eitthvað gott eftir sig. Ég hvet þig til þess að smakka kombuchað frá Kombucha Iceland og finna á eigin líkama hvað áhrif það hefur. Hver veit nema að það muni bæta þína andlegu og líkamlegu líðan?

Ást,

Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply