Andaðu

Hverjir eru kennararnir í þínu lífi?

Það er ótrúlega magnað þegar maður áttar sig á, og skilur, að allir sem koma inn í líf þitt eru hér til að kenna þér mikilvægar lexíur um sjálfan þig. Þetta lærði ég í þerapíunni, Lærðu að elska sjálfa/n þig hjá Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur. Ósk sagði við mig að:

,,Allir sem koma inn í líf þitt eru komnir til að kenna þér og hjálpa þér að skilja hver þú ert, hvar þú ert stödd/staddur og hvernig þú ert. Þegar þú skilur það þá upplifir þú þakklæti fyrir alla sem reyna á þig.” osk.is

Eftir að ég fór að skilja þetta hef ég hætt að velta mér upp úr framkomu, hegðun og orðum fólksins í kringum mig. Í staðin hef ég náð að átta mig á því hvað hver og einn er að kenna mér ýmislegt varðandi mig og lífið sjálft. Það hafa komið óteljandi mörg aha-móment og stundum hreinlega skelli ég upp úr og hristi hausinn þegar ég átta mig á því hvað sumir kennarar eru að kenna mér.

Mjög margir hafa t.d. komið í líf mitt til að kenna mér að standa með sjálfri mér. Þessir kennarar er fólk sem ég þorði alls ekki að segja nei við og standa með sjálfri mér því ég var svo hrædd um hver viðbrögðin yrðu. Þessir kennarar voru t.d. yfirmenn, samstarfsmenn, vinir, kunningjar eða t.d bara manneskjan hliðina á mér í ræktinni.

Þegar ég fór svo að standa með mér og segja ,,nei, ég vil ekki fara í bíó í kvöld” eða ,,nei, ég ætla ekki að gera þetta, þetta er ekki í mínum verkahring” fara magnaðir hlutir að gerast.  Annaðhvort þjónar þú ekki lengur þeim tilgangi sem þú hafðir í lífinu hjá viðkomandi kennara og fer hann úr lífi þínu. Eða þá að viðkomandi kemur fram við þig öðruvísi.

image37Sumir stoppa stutt við en aðrir staldra við lengur og eru í lífi þínu meirihluta ævinnar. Kennararnir eru í raun og veru allt samferðarfólk þitt í lífinu. T.d. foreldrar þínir, börnin þín, ættingjar, vinir þínir, samstarfsfólk og kunningjar. Alveg eins og þú hefur kennara í þínu lífi ert þú kennari í lífinu hjá eitthverjum öðrum.

Sumir kennarar eru krefjandi og geta oft á tíðum farið í taugarnar á okkur. Það er alls ekki óeðlilegt og er oft vegna þess að við erum ekki að sjá hvað viðkomandi er að kenna okkur eða viljum kannski ekki sjá það og takast á við það. Ekki allir kennarar koma með erfiða reynslu í líf þitt en sumir gera það. Þá er mikilvægt að horfa á hvað viðkomandi kenndi þér um sjálfa þig og hvernig manneskja þú ert. Þú ert sterkari fyrir vikið. Þakkaðu fyrir lærdóminn og horfðu fram á við.

Allt sem gerist í lífi þínu á að gerast og þú værir ekki sú manneskja sem þú ert í dag ef þú hefðir ekki fengið allan þann dýrmæta lærdóm af kennurunum í lífi þínu. Ég er alveg viss um að það er engin tilviljun á því hvaða fólk er í lífinu okkar, það er öllum plantað í líf okkar til þess að við náum að verða nákvæmlega þær manneskjur sem við eigum að vera. Til þess þurfum við viðeigandi verkefni í lífinu til þess að ná að uppfylla tilgang okkar í lífinu á sem bestan hátt.

Þetta er sko sannarlega magnað þetta líf okkar og verður það stórkostlegra með hverju verkefninu á fætur öðru.

Kærleikskveðjur <3

Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply