Njóttu Morgunsins

Hindberja&fíkju chiagrautur

Ég gleymi því ekki þegar að ég smakkaði chiagraut fyrst, mér fannst hann alls ekki góður og gretti mig yfir honum. En ég myndi sennilega gretta mig yfir þessum sama chiagraut í dag, því að chiagrautur er alls ekki það sama og chiagrautur. Þessi chiagrautur sem ég ætla að deila með þér núna er algjörlega fullkominn að mínu mati. En lykilatriðið er að nota góða plöntumjólk í grautinn og sú besta sem ég veit er heimatilbúin.

Heimatilbúin möndlumjólk

  • 2 dl lífrænar möndlur (lagðar í bleyti yfir nótt)
  • 1 L kalt vatn
  • 4 döðlur
  • 1/4 tsk vanilluduft
  • örlítið af grófu salti
  1. Byrjaðu á því að leggja möndlurnar í bleyti yfir nótt.
  2. Skolaðu þær síðan og skelltu þeim í blandaran ásamt hinum innihaldsefnunum.
  3. Láttu blandaran vinna í ca 1-2 mín.
  4. Síaðu þá mjólkina í gegnum síupoka en hann má t.d. finna í heilsuhúsinu.
  5. Helltu mjólkinni í glerflöskur og geymdu hana í ísskápnum.

Mjólkin er laus við öll aukaefni og geymist því ekki í marga daga. Ég myndi segja að hún geymist í 3-4 daga mesta lagi.

Chiagrautur

  • 700 ml möndlumjólk
  • 9 msk chiafræ
  1. Þetta er stór uppskrift af chiagraut og er sérstaklega sniðug til að flýta fyrir manni á morgnanna eða til þess að grípa í yfir daginn. Endilega helmingaðu uppskriftina fyrst til að þú gerir ekki of mikið.
  2. Hrærðu chiafræjunum saman við mjólkina og hrærðu reglulega í til að byrja með. Leyfðu fræjunum síðan að drekka mjólkina í sig hægt og rólega. Sniðugt er að hræra þetta saman á kvöldin og þá er grauturinn tilbúinn næsta morgunn.

Hindberjaþeytingur

  • 1/2 lífrænt epli
  • 1 dl frosin hindber
  • 2 dl heimatilbúin möndlumjólk
  • 1/4 tsk vanilluduft
  1. Skelltu öllum hráefnunum saman í blandara og blandaðu þar til silkimjúkt. Ef þér finnst þeytingurinn of súr bætir þú við smá bút af epli.

Þú getur notað þessa grunnuppskrift af chiagraut og gert hana að þínu. Maður þarf alls ekki að útbúa þeyting með grautnum, það er alveg nóg að skella út á hann lífrænu epli, frosnum berjum, jafnvel kókosflögum, mórberjum og stundum hræri ég saman 1 msk af bráðinni kókosolíu og 1 msk af möndlusmjöri og set yfir frosnu berin. Það er alveg toppurinn og verður þetta að einhverskonar karamellu. En í þetta sinn bar ég hann fram með þeytingnum og þurrkuðum fíkjum frá sólgæti. Þetta passaði mjög vel saman og var algjört sælgæti.

  Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply