Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Grænmetiskarrý

Þetta er uppáhalds kvöldmaturinn minn í augnablikinu og er ég lengi búin að vera á leiðinni að blogga um hann til að geta deilt honum með þér. Þegar að ég elda pottrétti eins og þennan, þá geri ég alltaf stóran skammt og frysti afganginn, þá á ég eitthvað í kvöldmatinn í frystinum til að grípa í þegar að ég er ekki í stuði til að elda.

Grænmetiskarrý

Pottur 1 – stór fyrir allan réttinn

 • 200 g rauðlaukur
 • 300g rauð paprika
 • 300g gulrætur
 • 300g brokkolí
 • 300g sveppir
 • 400g sætar kartöflur
 1. Skerðu allt grænmetið fallega niður og settu það í stóran pott ásamt góðri olíu.

Pottur 2 – lítill fyrir sósuna

 • 100 g laukur
 • 400g blómkál
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 2 msk túrmerik
 • 10 g ferskt engifer
 • 2 msk karrý
 • 3 msk sítrónusafi
 • 2 msk tamari
 • 6 tsk salt
 • 2 dósir kókosmjólk (400 ml)
 1. Skerðu niður laukinn og brúnaðu hann í pottinum upp úr kókos- eða ólífuolíu. Bættu síðan blómkálinu saman við.
 2. Bættu restinni af innihaldsefnunum við og leyfðu suðunni að koma upp.
 3. Láttu þetta malla svoldið á meðan að grænmetið eldast í hinum pottinum.
 4. Settu þetta svo í blandarann þar til að þetta er orðið silkimjúkt.
 5. Blandaðu þessu saman við pott 1 og leyfðu þessu að malla aðeins.

Verði þér að góðu!

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply