Mig hefur lengi langað að eignast skó frá vörumerkinu vivobarefoot og byrjaði ég á því að kaupa eitt eintak fyrir son minn. En ég hef verið meðvituð um að bjóða honum að vera eins mikið á tánum í náttúrunni alveg síðan hann var lítill. Hann er með mjög gott þol í að labba berfættur utandyra og kjósum við það bæði þegar veðurfarið býður upp á. Það var því löngu komin tími á að skipta yfir í skó frá vivo til þess að halda í þessa náttúrutengingu allt árið og virkilega virkja yljarnar, jarðtengja líkamann en fyrst og fremst að hætta að kremja á okkur tærnar. Hann hefur verið alsæll í sínum skóm síðan að hann fékk þá. Hann er algjör klifurköttur og elskar að klifra upp í trjám og líður mér svo miklu betur að hafa hann í vivobarefoot skóm þar sem hann virkilega finnur hvað er að gerast þar sem hann stígur í staðin fyrir að vera í skóm með þykkum sóla sem gefur honum falskt öryggi í klifrinu.

Sjálf varð ég svo þeirrar gæfu njótandi að fá tvö vivobarefoot skópör fyrir mig frá versluninni eirberg í gjöf og hef ég ekki farið úr þeim síðan ég fékk þá. Primus Trail Knit skórnir hafa t.d. verið ómissandi í útihlaupum og allri útivist eftir að ég fékk þá. Ég elska gripið í þeim og hvað ég er miklu öruggari t.d. í bröttum fjallgöngum og allskyns brölti þar sem venjulega maður myndi renna til eða detta. Það er búið að vera sérstaklega skemmtilegt að hlaupa í þessum skóm því að maður finnur svo vel fyrir undirlaginu og hlaupið verður eitthvað svo miklu meira lifandi og skemmtilegt. Hlaupatæknin er svo miklu náttúrulegri heldur en í hefðbundnum hlaupaskóm, maður hleypur eins og maður væri einmitt úti að hlaupa á tánum. Þá fara tærnar á undan hælnum í jörðina sem er mun heilbrigðara fyrir líkamann heldur en að hlaupa og ganga á hælunum.
Mikilvægt er að gefa sér tíma þegar maður er að skipta yfir í berfætta skó og byrja að hlaupa styttri vegalengdir og á hægari hraða en venjulega til þess að leyfa sér að venjast þessari tækni. Hlaupin verða óumflýjanlega í meiri meðvitund en á sama tíma eru þau svo lifandi að maður fer að leika sér meira í hlaupinu sjálfu eins og t.d. með að hoppa á milli steina, hoppa yfir læki og príla í brattari aðstæðum.

Geo Court III skórnir eru svo tilvaldir til þess að nota sem strigaskó. Þeir eru gullfallegir, stílhreinir og auk þess mjög þægilegir. Það sem ég hef mest tekið eftir á þessu tímabili þar sem ég hef alveg skipt yfir í vivobarefoot, er að það passar ekki fyrir mig lengur að vera í ,,hefðbundnum“ strigaskóm. Ástæðan er sú að mér finnst ég algjörlega vera að kremja tærnar mínar og á sama tíma óþægilegt að finna ekki jarðtenginguna sem fylgir því að vera í berfættum skóm. Sonur minn fór í gömlu strigaskóna sína um daginn eftir að hafa verið í berfættum skóm meira og minna í allt sumar. Hann hafði orð á því að honum liði eins og ,,hefðbundnir“ skór væru gerðir fyrir 3 tær en ekki 5, líkt og berfættu skórnir. Við erum því algjörlega komin á berfætta vagninn og mælum með því að allir í kringum okkur geri það líka.
Helstu ástæðurnar eru:
- Það er skemmtilegra og meira lifandi að vera úti í náttúrunni á berfættum skóm.
- Berfættir skór gefa þér tækifæri til þess að upplifa jarðtengingu við móður jörð.
- Yljarnar þínar fá þær örvun sem þær þurfa frá náttúrunni og styrkir þú bein, vöðva og taugar með því að vera sem oftast í berfættum aðstæðum.
- Það að vera í berfættum skóm minnkar líkur á meiðslum því þú finnur meira hvernig aðstæðurnar eru undir yljunum og upplifir þú því ekki falskt öryggi.
- Tærnar þínar kremjast ekki og verða í heilbrigðari lögun, þess vegna er sérstaklega mikilvægt að koma börnum í berfætta skó eins snemma og hægt er.

Ég mæli svo sannarlega með því að þú kíkir upp í Eirberg og mátir nokkrar týpur frá vivobarefoot. Þjónustan þar er alltaf einstaklega góð og starfsfólkið vill allt fyrir mann gera til þess að velja réttu skóna í réttu stærðinni. Það er einnig oft afslættir hjá eirberg og eru t.d. núna nokkrar týpur á mjög góðum díl hjá þeim. Ég mæli allavega svo innilega með þessum tveimur týpum sem ég hef prufað og er strax spennt að prufa meira.
Ást & hlýja,
Anna Guðný
No Comments