Featured Lifðu

Endurnærandi vellíðunarhelgi í Kjós helgina 24. – 27. október

Það gerast magnaðir hlutir þegar að þú gefur sjálfri þér leyfi til að komast aðeins burt frá þínu daglega umhverfi og verkefnum til þess að virkilega hlaða batteríin þín. Að gefa þér þrjá heila daga þar sem þú leggur allt til hliðar og ert einungis að hlúa að þér getur endurstillt taugakerfið þitt, hreinsað & kyrrað hugann þinn og það besta af öllu; gefið þér innsýn, hvatningu og tól til þess að halda áfram að hlúa að þér á einfaldan máta eftir helgina. Helgina 24. – 27. október býðst þér einmitt einstakt tækifæri til þess að upplifa nákvæmlega þetta og það í aðeins 45 mínútur frá höfuðborgarsvæðinu í nærandi umhverfi.

Áhersla verður lögð á hreint mataræði, streitulosandi iðkun eins og t.d. göngutúra, hugleiðslur, mjúkt jógaflæði, jóga nidra og stefnumótandi vinnuhefti. Jógað mun henta fyrir öll getustig og verður sett upp á þann máta þannig að það verði auðvelt fyrir þig að halda áfram í þessari iðkun eftir helgina. Mataræðið verður laust við glúten, unna sætu, mjólkurvörur og aðrar dýraafurðir. Þó að fæðan verði holl verður hún þó afar girnileg og mun sennilega opna augun þín fyrir því hversu einfalt það er að gera holla fæðu einstaklega bragðgóða og girnilega. Það verður líka áhugavert fyrir þig að upplifa hvað breytist í líðan þinni þegar að þú nærir þig á svona hreinan og girnilegan máta. Þú færð einnig fróðleik um hvernig hægt er að innleiða holla fæðu á þægilegan máta inn í þinn lífsstíl ásamt uppskriftum af þeim mat sem verður í boði þessa helgi.

Helgin inniheldur:

– Hreint mataræði sem er um leið djúsí og girnilegt, auðvitað!
– Einfalt uppskriftarhefti og fræðslu um hreint mataræði
– Hugleiðslur, yoga nidra og mjúkt jógaflæði fyrir öll getustig
– Vinnuhefti sem hjálpar þér að setja þér skýra stefnu og létta á huganum þínum
– Náttúruhleðslu
– Fræðslu um heilbrigðan lífsstíl
– Nærandi samveru í hópi yndislegra kvenna
– Gisting í þrjár nætur á Kleif farm
– Aðgangur að heitum potti

Ég hef tekið frá fyrir okkur gistingu í þrjár nætur og eru eftirfarandi verð með öllu inniföldu í boði. Á staðnum er einnig aðgangur að heitum potti og auðvitað gullfallegri náttúrudýrð.

Eftirfarandi gistimöguleikar eru í boði

  • Ein í 2 manna herbergi: 142.900 kr
  • Deila 2 manna herbergi með vinkonu 117.500 kr á hvora

Í hverju herbergi er sér salernis og sturtuaðstaða

Hvernig hljómar þetta?

Fimmtudagurinn 24. október 

  • 17:00 Herbergisskipan og lending
  • 17:30 Hugleiðsluhringur & afhending vinnuheftis
  • 18:30 Kvöldmatur
  • 20:00 Yoga nidra

Föstudagurinn 25. október

  • Morgunskrif þegar þið vaknið
  • 9:00 Ceremonial Cacao/Te
  • 9:10 Morgunhugleiðsla, orkukúlur & ávextir í boði fyrir þær sem vilja
  • 9:40 Mjúkt jógaflæði
  • 11:00 Ofurskálar
  • Frjáls tími fyrir göngutúr, tjill eða pott
  • 14:30 Miðdegishressing, fræðsla + vinnuhefti
  • Frjáls tími
  • 18:30 Kvöldmatur
  • 20:00 Hugleiðsluhringur
  • 20:30 Yoga nidra

Laugardagurinn 26. október 

  • Morgunskrif þegar þið vaknið
  • 9:00 Ceremonial Cacao/Te
  • 9:10 Morgunhugleiðsla, orkukúlur & ávextir í boði fyrir þær sem vilja
  • 9:40 Mjúkt jógaflæði
  • 11:00 Ofurskálar
  • Frjáls tími fyrir göngutúr, tjill eða pott
  • 14:30 Miðdegishressing, lífstílsfræðsla + vinnuhefti
  • 18:30 Kvöldmatur
  • 20:00 Hugleiðsluhringur
  • 20:30 Yoga nidra

Sunnudagurinn 27. október

  • Morgunskrif þegar þið vaknið
  • 9:00 Ceremonial Cacao/Te
  • 9:10 Morgunhugleiðsla, orkukúlur & ávextir í boði fyrir þær sem vilja
  • 9:40 Mjúkt jógaflæði
  • 11:00 Ofurskálar
  • 11:40 Náttúrutenging
  • 12:30 Vinnuhefti + lokasamvera

Check in er kl. 17 á fimmtudeginum 24. október .og check out er kl. 14 á sunnudeginum 27. október

Ég, Anna Guðný, hef haldið utan um og leitt heilsubætandi jógaretreat bæði á Bali og hér heima á Íslandi. Ég er jógakennari, heilsumarkþjálfi og hef einnig unnið sem þerapisti í nokkur ár & leitt fjölda manns í gegnum þerapíuna Lærðu að elska þig. Það er mér hjartans mál að hjálpa fólki að öðlast meiri hugarró, vellíðan og jafnvægi í daglegu lífi. Að hjálpa fólki að tengjast sjálfu sér í gegnum lífsstílsbætandi venjur og tól. Það þarf nefnilega alls ekki að vera flókið að gera litlar breytingar hér og þar sem verða að þeirri stóru breytingu að manni líði betur á bæði líkama og sál sem gerir það að verkum að maður nýtur lífsins til fulls. Aðalatriðið er að fá rými til þess að tengjast sjálfum sér án alls áreitis í nærandi umhverfi. Þess vegna finnst mér það svo mikilvægt að skapa helgar eins og þessa – þar sem þú ert umvafin orkugefandi umhverfi, nærð að endurnæra líkama & sál en um leið að læra betur hvernig þú getur verið áfram endurnærð í daglegu amstri þegar heim er komið.

Umsagnir úr fyrri heilsuhelgum sem ég hef haldið á bæði Borgarfirði Eystra og Hvammsvík:

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply