Nýtt líf hafði samband við mig í fyrrasumar um að birta nokkrar uppskriftir í blaðinu þeirra. Þau birtu m.a. þessa uppskrift hér eftir mig og er hún of góð til að birta hana ekki líka hér á blogginu. Ég er reyndar búin að breyta henni aðeins og þróa síðan þá. En þetta súkkulaði granóla geri ég mjög oft í tvöföldu magni og geymi í stórri krukku ofan í skúffu. Ég nota það mikið ofan á þeytinga þegar ég borða þá…
Hvort sem að þú kýst að sniðganga dýraafurðir eða ekki, þá hafa allir gott af því að þreifa fyrir sér í grænmetismatargerð og að prufa eitthvað nýtt. Nú eru jólin framundan og er ég ákveðin í að hafa hnetusteik á boðstólnum en hún er orðin ómissandi partur af jólunum hjá mér. Ég veit að það eru margir sem gretta sig við tilhugsunina að fá sér hnetusteik en hún er svo 1000x betri en maður heldur. Það er ekki svo langt…
Bloggið, delicouslyella.com, hjá bloggaranum Ellu Woodward er einstaklega fallegt og ekki eru bækurnar hennar síðri. En það er nýbúið að þýða eina af þeim yfir á íslensku sem ber nafnið Ómótstæðileg Ella. Vinsælasta uppskriftin hennar á blogginu eru sætkartöflu brúnkur sem ég hef alltaf verið á leiðinni að prufa. Nú á dögunum birti hún endurbætta útgáfu af þessari uppskrift sem ég ákvað að prufa og er ég ennþá gáttuð hvað þessar dásamlegu sætkartöflu brúnkur eru dásamlega góðar. Það hljómar kannski…