Stikkorð

Án unnins sykurs

Njóttu Morgunsins

Chiahafragrautur með berjaþeytingi

Það er endalaust hægt að leika sér með chiagraut og hafragraut. Ég reyni að hafa morgunmatinn ávallt fjölbreyttan og helst aldrei eins til að ég fái ekki leið á neinu. Nú á dögunum gerði ég chiahafragraut með berjaþeytingi og var þetta eins og hinn besti eftirréttur. Ég er mikill sælkeri og er þessi morgunmatur algjör snilld um helgar þegar manni langar að gera vel við sig. Chiahafragrautur  fyrir 2 1/2 dl haframjöl 2 msk chia fræ 200 ml heimatilbúin möndlumjólk…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Graskers- og sætkartöflusúpa

Þegar kólna fer í veðri er alltaf gott að gera sér góða súpu til fá hita í kroppinn. Það er búið að kólna ansi hratt hjá okkur hérna í Århus og erum við strax búin að taka fram ullarsokka, vettlinga og húfur. Það er fyndið hvað maður heldur alltaf að allt sé betra annars staðar en á Íslandi en veturinn í Danmörku ekkert svo ósvipaður þeim íslenska og er jafnvel kaldari. Vetrartímabilið getur samt sem áður verið ansi huggulegt með…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Berjaþeytingur í skál

Þennan lúxusmorgunmat gerði ég um síðustu helgi og verð ég að deila með þér uppskriftinni því þetta var virkilega gott. Þessi morgunmatur er algjört sælgæti enda í sætari kantinum, en það má allt um helgar, ekki satt? Það er mjög skemmtilegt að skella þeyting í skál ásamt þurrkuðum berjum, kókosflögum og fleiru gúmmelaði. Ég reyni að hafa sem mesta fjölbreytni í fæðunni hjá mér svo ég fái ekki leið á hlutunum og er því tilvalið að skella þeytingnum stundum í…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Hafrakúlur

Hér í Danmörku stendur yfir viku vetrarfrí svo að ég er að nýta tímann vel í að búa til nokkrar uppskriftir á meðan ég hvíli mig frá námsbókunum. Hér er ein þeirra, gómsætar hafrakúlur sem eru tilvaldar til að narta í milli mála. Það er mjög einfalt að búa þær til og tekur það alls ekki langan tíma. Hafrakúlur                                          …

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Ástríðuís

Við ÍSlendingar erum örugglega með met í fjölda ísbúða og eru alls ekki öll lönd með ísbúðir opnar allt árið eins og hér heima. Ég er ein af þeim sem er gjörsamlega sjúk í ís og gæti borðað hann í öll mál ef það væri í boði. Það erfiðasta við að hætta að borða mjólkurvörur var að missa ísinn, að mínu mati. Þar kom ísvélin mín til bjargar og elska ég að tilraunast með hana. Hér er ég með uppskrift…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Chiagrauturinn minn þessa dagana

Það er magnað hvað mig hlakkar alltaf til að fá mér chiagraut á hverjum degi og að ég sé ekki búin að fá nóg af honum. Það er sennilega vegna þess hversu vel mér líður eftir að hafa borðað hann. Maður verður svo þægilega saddur í maganum. Það er líka svo hentugt að geta græjað grautinn um kvöldið og eina sem maður þarf að gera um morguninn er að skella því sem maður kýs út í hann. Það er misjafnt…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Ómótstæðilegir hnetusmjörsbitar

Ég gerði hnetusmjörskúlur um jólin og notaði þessa uppskrift hér. Nú erum við systur aðeins búnar að betrumbæta þessa uppskrift þar sem þessar kúlur þóttu of þurrar á heimilinu. Við systur erum duglegar að deila uppskriftum með hvor annarri. Á meðan ég hef allt hárnákvæmt og skrifa niður hlutföllin á meðan ég geri uppskriftina þá er hún öll í dassinu og slumpinu. Hún sagði mér að hún hafi búið til svo ótrúlega gott hnetusmjörsnammi út frá detoxinista uppskriftinni að það væri ekki hægt…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Bláberjabitar

Ég ákvað að búa mér til smá gotterí um daginn til að hafa eitthvað að narta í á laugardagskvöldi og urðu þessir dásamlegu bláberjabitar til. Það sem er svona dásamlegt við þessa bláberjabita að þeir eru alveg nógu sætir til að hafa þá sem nammi um helgar og þeir eru alls ekkert það óhollir að maður geti ekki haft þá sem millimál í miðri viku. Þá er sniðugt að skera þá bara í ílangar stangir. Eins og ég hef svo…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Súkkulaðihúðaðar og möndlufylltar döðlur

Ég held það sé nokkuð augljóst á þessu bloggi mínu hversu mikill nammigrís ég er. Ég elska súkkulaði og ég gæti ekki lifað án þess, það er bara þannig. Í þetta sinn gerði ég möndlufylltar döðlur sem ég hjúpaði með súkkulaði. Þetta er svo einfalt að það geta allir græjað þetta á núll einni. Súkkulaðið 1 dl kókosolía 1 dl kakó 1/2 dl hunang 1/4 tsk sjávarsalt 1/2 tsk vanilla Settu kókosolíuna í vaskinn í lokaðri krukkunni og láttu heitt vatn…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Hollráð um chiagraut

Ég hef áður bloggað um chiagraut og hversu gott mér finnst að fá mér hann á morgnanna eða fyrir ræktina. Um helgar finnst mér einkar gott að hafa hann í algjörri lúxusútgáfu og set ég þá karmellu á hann. Ég set ekki karmellu á hann á virkum dögum nema ég sé alveg sérstaklega góð við sjálfa mig. Það er mjög mikilvægt að vera duglegur að fá sér chiagrautinn í ýmsum útgáfum svo maður fái ekki leið á honum. Þið getið…

Lesa meira