Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Marineraðir portobellosveppir

Íslenskir portobellosveppir hafa glatt hjartað mitt mikið á síðustu mánuðum og fer ég reglulega og birgi mig vel upp af þeim. Það er sama hvernig ég matreiði þá, þeir gefa máltíðinni alltaf svo mikið lúxusyfirbragð og ég gæti skrifað langan pistil um hversu mikið ég elska þá. En ég hef verið að versla þá aðallega af Rabbarbarnum sem er bæði staðsettur í mathöllinni á Granda og Hlemmi. Ég fer oft þangað að versla íslenskt gæðagrænmeti. Bæði vegna þess að það er á mjög góðu verði og ég elska að það sé ekki búið að pakka því inn í plast.

Þessi uppskrift er frábær með kartöflusalatinu sem að ég birti um daginn og er það hin fullkomna samsetning fyrir alla sælkera. Ég hafði þetta einmitt í matinn á páskadag og ég held að ég hafi aldrei borðað jafn mikið, ég bara gat ekki hætt þetta var svo gott og ég fæ bara vatn í munninn við að skrifa þessa færslu.

Marineringin

  • 80 ml kaldpressuð lífræn ólífuolía
  • 2 tsk tómatpúrra
  • 1/2 msk tamarisósa
  • 1/2-1 hvítlauksrif
  • 1 msk dijon sinnep
  • 1 tsk reykt paprika
  • 1,5 msk döðlusíróp
  • 4 msk vatn
  1. Settu öll innihaldsefninn í litla matvinnsluvél eða maukaðu með töfrasprota þar til að þetta er vel blandað saman.
  2. Skelltu portobellosveppunum í eldfast mót og makaðu marineringunni vel á þá með pensli. Settu svo smá salt yfir. Sveppirnir eru extra góðir eef þú geymir þá í kæli með marineringunni yfir nóttu eða í nokkrar klst. áður en þú eldar þá. En þeir eru samt þrusugóðir ef maður hefur ekki tíma fyrir það.
  3. Ég stráði svo grófskornum kasjúhnetum yfir.
  4. Það er bæði hægt að elda sveppina í ofni eða skella þeim á grillið. Valið er þitt. Ef þú velur ofninn þá er gott að hafa ofninn á 200°C og elda þá í ca. 15-20 mín.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply