Njóttu Góðgætis Jólanna

Hnetusmjörssmákökur

Það er nú ekki hægt að bjóða desember velkomin án þess að eiga góðar súkkulaðibitakökur. Ég elska að fá mér þessar súkkulaðibitakökur með ískaldri möndlumjólk yfir góðri jólamynd. En ég verð alltaf að horfa á The Holiday og Jólaósk Önnu Bellu fyrir hver jól, það eru klárlega mínar uppáhalds jólamyndir.

Þessar smákökur eru vegan, glútenlausar og án unnar sætu. En það þýðir þó samt ekki að maður eigi að missa sig og borða þær í öll mál alla daga vikunnar. Smákökur verða því miður aldrei hollar þó þær séu úr flottum og gæðamiklum hráefnum eins og þessar. Þær eru alltaf eitthvað sem maður á spari og nýtur hverrar einnu og einustu í botn. Ég er svo þakklát fyrir að geta leyft mér að gæða mér á þessum smákökum í ár því að það er alls ekkert langt síðan að ég var algjörlega úrræðalaus hvernig ég gæti útbúið smákökur sem innihéldu ekki glúten, mjólkurvörur og hvítan sykur. Um tíma var mér meira að segja byrjað að kvíða fyrir jólunum vegna þessa, en smákökur voru mikið tilhlökkunarefni fyrir hver jól þegar að ég var yngri.

Súkkulaðibitasmákökur

 • 150g Hnetusmjör
 • 150g Haframjöl
 • 2 Hörfræ”egg” (2 msk möluð hörfræ hrærð saman við 4 msk af vatni)
 • 30g Kókospálmasykur
 • 2 msk Kókosolía
 • 1/2 tsk Vanilluduft
 • 1 tsk Vínsteinslyftiduft
 • 50 ml vatn
 • Smá gróft salt
 • 60 g Súkkulaði
 1. Saxaðu súkkulaðið fallega niður, en ég vil hafa það frekar gróft til að fá góða bita í kökunum.
 2. Næst skalt þú útbúa hörfræ”eggin” með því að mala hörfræ í kaffikvörn og hræra saman við þau vatn. Leyfðu þessu að standa meðan þú undirbýrð deigið. Malaðu einnig haframjölið alveg niður í duft í kaffikvörn, matvinnsluvél eða blandara.
 3. Hrærðu síðan kókospálmasykrinum, vanillunni, vínsteinslyftiduftinu og saltinu saman við haframjölið.
 4. Því næst blandar þú blautefnunum saman við; hörfræeggjunum, hnetusmjörinu, kókosolíunni og vatninu.
 5. Þegar að allt er vel blandað saman bætir þú súkkulaðinu varlega saman við.
 6. Gott er að kæla deigið aðeins ísskáp áður en þú setur það á plötuna í svona 40 mín, fínt meðan að þú gengur frá eldhúsinu.
 7. Kveiktu á ofninum, stilltu hann á blástur og settu hitastigið á 175 °C.
 8. Búðu til kúlur úr deiginu og pressaðu þær svo niður með höndunum. Mótaðu kökurnar alveg eins og þú vilt hafa þær því þær lyfta sér lítið sem ekkert né renna mikið út. Bakaðu þær síðan í 20 mínútur, taktu þær síðan út og leyfðu þeim að kólna alveg. 

Ég hvet þig síðan endilega til að gera uppskriftina að þínu og bæta út í hana þínum uppáhaldshnetum, kryddum(eins og t.d. kanil, negul eða múskati) eða bara hverju sem þér dettur í hug. Þetta er frábær grunnuppskrift sem býður upp á marga möguleika. En mér finnst þær mjög góðar svona eins og þær eru til að leyfa súkkulaðibitunum að njóta sín.

 

            Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu. 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply