Hugsaðu

Lífrænt eða ekki?

30. október, 2014

Þegar þú ferð og verslar inn í matinn hugsar þú þá útí það hvaðan varan kemur? Eins og t.d. grænmeti og ávextir, skiptir uppruni þeirra þig máli? Það skiptir mig allavega mjög miklu máli og vona að það geri þig líka. Ég vil vita hvaðan varan kemur og ég vil vita hvort það sé búið að úða einhverju eitri á hana. Eins og við vitum öll þá búum við á eyju úti á hafi og það er margt sem við flytjum inn sem við ræktum ekki sjálf hérna heima. Í dag ætla ég bara að taka grænmetið og ávextina fyrir, ég tala um dýraafurðir og aðrar vörur seinna.

Varnarefni eru meindýraeitur, illgresiseyðir og sveppaeyðir sem er úðað á uppskeruna og er ætlað til að drepa óvelkomna hluti. Það er reyndar ekki það eina sem þau gera, mörg af þessum efnum, sem eru eitur fyrir náttúruna, geta fundið sér leið inn í jarðveginn, vatnið, matinn og líkamann okkar.

Lífrænn búskapur eða hefðbundinn búskapur?

Lífrænn búskapur: 

 • Ef þú kaupir lífrænt þá ertu örugg/ur um að það sé ekki búið að sprauta neinum eiturefnum á afurðina og enginn tilbúinn áburður er notaður.
 • Það eru ekki notuð efni eða aðferðir sem eru náttúrunni framandi.
 • Bændur planta mörgum uppskerum, sem vinna saman að því að viðhalda næringarefnunum í jarðveginum í jafnvægi. (eða, uppskerunum er snúið árlega til að tryggja að landið verði ekki eytt)
 • Bændur nota náttúrulegar aðferðir til að stjórna meindýrum, þ.m.t. náttúruleg efnasambönd, vingjarnlegar pöddur og áburð úr safnhaugamold.
 • Lífræn ræktun er talin vægt menguð vegna þess að eiturefni frá nálægum bæjum geta blásið yfir með vindinum og skilið eftir sig leifar.
 • Lífræn ræktun framleiðir sömu ávöxtun og hefðbundinn búskapur, notar 30% minni orku, minna vatn og ENGIN varnarefni.
 • Notar engar erfðabreyttar lífverur (GMO).
 • Matvæli sem bera lífræna merkingu hafa ekki leyfi til að nota hormón eða sýklalyf.

Hefðbundinn búskapur: 

 • Bændur planta öflugri og aðeins einni uppskeru, sem leiðir til eyðingu næringarefna í jarðveginum. Til að viðhalda næringarefnunum í jarðveginum í jafnvægi nota þeir tilbúinn áburð.
 • Til að stjórna umhverfi akursins, úða þeir 45 þús milljónum af kemísku meindýraeitri, sveppaeyði og illgresieyði á akurinn á ári í Bandaríkjunum.
 • Hefðbundinn búskapur er mengaður í meðallagi þar sem eiturefni eru notuð óspart.

Hversu slæm eru þessi varnarefni (meindýraeitur, illgresiseyðir og sveppaeyðir) fyrir heilsuna okkar?

Áhrif þessara efna á líkamann eru tengd við aukna tíðni langvarandi sjúkdóma. Allt frá bændunum sem rækta uppskeruna (og verða fyrir skaðlegum eiturefnum) og til fólksins sem borðar matinn, varnarefnin síast í gegnum hvert stig fæðukeðjunnar. Þannig að það er verið að hræra eitruðu drasli í jarðveginn okkar, í vatnið okkar og inn í munnin okkar sem er að skaða heilsu okkar. Það er mjög vandasamt að reyna að koma í veg fyrir hina ýmsu sjúkdóma þegar að maturinn sem á að næra okkur færir okkur helling af eiturefnum.

Hér er listi yfir sjúkdóma og fylgikvilla sem tengdir eru við varnarefnin:

 • Parkinson’s sjúkdómurinn
 • Alzheimer’s sjúkdómurinn
 • Heilaæxli
 • Eitlakrabbamein
 • Sarkmein
 • Fæðingargalli
 • Veikara ónæmiskerfi
 • Skert þróun taugakerfisins
 • Hvítblæði
 • Hormónatruflun
 • Þunglyndi
 • Vandamál í öndunarfærum
 • Og fleira og fleira..

Það sem ekki allir vita er að varnarefnið fer ekki af þó maður skoli grænmetið og ávextina. Það er einfaldlega ekki nóg því að fæðan dregur í sig varnarefnið, sérstaklega fæða sem eru með þunnt skinn eins og kartöflur, epli og salat. Þetta gerir það ómögulegt fyrir okkur að fjarlægja allt varnarefnið.

Dirty-Dozen-and-Clean-Fifteen-2014

Það er sumt grænmeti og ávextir sem er mengaðara af varnarefnum en annað, svo það er mikilvægast að kaupa það lífrænt. Það kemur árlega listi frá Enviromental Working Group um mest eitruðu ávextina og grænmetið.

,,Dirty dozen” er s.s það sem er með mest af varnarefnum í sér og ,,clean fifteen” er það sem er með minnst af varnarefnum í sér. Þessi mynd er góð til að styðjast við ef maður vill byrja að kaupa lífrænt og maður veit ekki hvar maður á að byrja. Ég nota mikið þennan lista hér að ofan og eins kaupi ég mest af lífrænu sem ég finn í djúsana mína, þá þarf ég ekki að taka hýðið af ávöxtunum og grænmetinu. Eins og t.d. epli, perur, sítrónur, engifer o.fl. er hægt að finna lífrænt. Auðvitað er best að kaupa allt lífrænt ef maður hefur kost á en það er ekki svona mikið framboð af lífrænu hér á landi. Framboðið er þó sífellt að aukast og kaupi ég lífræna ávexti og grænmeti m.a. í Nettó, Krónunni og frú Laugu. Hér getur þú séð allan listann yfir grænmetið og ávextina og hvar þau eru í röðinni, það sem er efst er því skítugast og það sem er neðst er hreinast.

Margir fjasa yfir því að lífrænt sé dýrara en ólífrænt, ég lýt á það þannig að ég sé að kaupa meiri gæði og sé að hugsa um heilsuna þegar ég vel lífrænt. Ef allir myndu kaupa lífrænt þá yrði það væntanlega ódýrara, matvöruverslanir anna eftirspurn kúnnans. Þetta fer því heilmikið eftir okkur sjálfum, ef við sýnum í innkaupum að það skipti okkur máli hvaðan varan kemur og hversu hrein hún er þá verður meira framboð af þeim vörum. Í hvert skipti sem við kaupum lífrænt styrkjum við bændurnar til að framleiða meira lífrænt. Þá sjá hinir bændurnir að við viljum lífrænt og framboðið eykst.

-Anna Guðný

 

 

 Heimild 1 , Heimild 2

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér